Til hamingju með daginn allar heimsins konur!

Dagurinn er Alþjóðlegur dagur mæðra, hugsaður til að heiðra starf mæðra og er til siðs að gleðja mæður á þessum degi með blómum, tertum eða öðrum gjöfum.

Fyrsti dagur til heiðurs mæðrum á Íslandi var haldinn hátíðlegur árið 1934, þá fjórða sunnudag í maí, fyrir hvatningu frá Mæðrastyrksnefnd. Áratugina á eftir var hann haldinn ólíka sunnudaga í maí eða til ársins 1980 þegar ákveðið var að festa hann á öðrum sunnudegi maímánaðar líkt og tíðkast í flestum öðrum löndum í kringum okkur.