Sjóminjasafnið

Hin fastasýning Safnahússins er Sjóminjasýning. Hún gefur glögga mynd af þróun útgerðar og bátasmíði í Þingeyjarsýslum, allt frá árabátaöldinni fram til vélbátaútgerðar. Þar eru húsvískum bátasmiðum gerð góð skil og fjallað er um mikilvægi hafsins fyrir þróun byggðarinnar á svæðinu. Margir bátar eru á sýningunni en sá stærsti er Hrafninn, teinæringur sem Norðmenn gáfu til Húsavíkur árið 1974 í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Einnig má sjá fjölda veiðarfæra, tækja og tóla sem notuð voru við fiskveiðar, sel- og hákarlaveiði, sjófuglanytjar, fiskverkun og bátasmíði.

Myndir frá Sjóminjasafninu: Sjóminjasafnið