Sauðaneshreppur

Sauðaneshreppur

Sauðaneshreppur var hreppur í Norður-Þingeyjarsýslu, kenndur við kirkjustaðinn Sauðanes. Hreppurinn var 728 km² að flatarmáli og náði yfir mestallt Langanes og heiðarnar milli Hafralónsár og sýslumarka.

Kauptúnið Þórshöfn var skilið frá Sauðaneshreppi í ársbyrjun 1947 og gert að sérstökum hreppi, Þórshafnarhreppi. Hrepparnir tveir sameinuðust á ný 11. júní 1994, þá undir nafni Þórshafnarhrepps. Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Þórshafnarhreppur svo Skeggjastaðahreppi undir nafninu Langanesbyggð.


Bréfabækur
Bréfabók Sauðaneshrepps 1880-1922 (Tilvísun: HérÞing. HRP-53/2 Sauðaneshreppur. Sauðaneshrepps 1880-1922.)
Gjörðabækur
Gjörðabók Sauðaneshrepps 1896-1921 (Tilvísun: HérÞing. HRP-53/3 Sauðaneshreppur. Gjörðabók Sauðaneshrepps 1896-1921.)