Jón Jóakimsson

Dagbækur Jóns Jóakimssonar frá Þverá í Laxárdal (f. 25. jan. 1816 – d. 16. apr. 1893)

Jón var yngstur barna Jóakims Ketilssonar á Mýlaugsstöðum og Aðalbjargar Pálsdóttur frá Héðinshöfða. Jón var með foreldrum og síðar móður á Mýlaugsstöðum, síðar í vist á Grenjaðarstað. Hann nam snikkaraiðn í Reykjavík og stundaði þá iðn um tíma einkum baðstofubyggingar. Jón var bóndi á Þverá í Laxárdal, S-Þing frá 1844 til 1893. Hann var skipaður hreppstjóri 1850 og gegndi því embætti í um í um 25 ár. Jón giftist Herdísi Ásmundsdóttur frá Stóruvöllum í Bárðardal 1. júní 1844. Fimm dögum síðar flytja þau í Þverá í Laxárdal og hófu þar búskap. Herdís lést 16 árum síðar eftir langvinn veikindi. Árið 1866 giftist Jón Bergljótu Guttormsdóttur. Jón byggði upp Þverárbæinn sem búið var í til 1965 og enn stendur og er í vörslu húsasafns Þjóðminjasafnsins. Hann byggði einnig Þverárskirkju vönduð steinkirkja sem stendur enn. Er hann lést 1893 skildi hann eftir sig alsnægtarbú og hafði hann bætt jörðina að túni, engjum og húsakosti. Jón ritaði dagbók 1844-1892 og hefur hún að geyma mikinn fróðleik um veðurfar og daglegt líf í Helgastaðahreppi og öðrum norðlenskum byggðarlögum um 48 ára skeið. Dagbókin er innbundin í 3 bindi og er um 1216 síður. Glögglega kemur fram í dagbókinni hversu daglegt líf á 19. öld var erfitt og hve menn voru háðir duttlungum verðurguðanna. Eins og lenska var á þessum tíma var skrifað um veður- og tíðarfar, einnig vinnutengd verkefni til sjós og lands, fréttnæma atburði í samfélaginu og jafnvel um víða veröld. Lítið var um að menn bókuðu og bæru á borð tilfinningar eins og sorg eða gleði. (Jónsson & Valdimarsson, 2020). Í bókunum nefnir hann fjölmörg embættisverk sem hann þurfti að sinna, hann skráir samviskusamlega gestakomur, segir frá þegar verslunarfélag (sem síðar fékk nafnið Kaupfélag Þingeyinga) var stofnað í suðurstofunni að Þverá og segir frá hraungosinu í Öskju 1875.

Dagbók Jóns Jóakimssonar frá Þverá í Laxárdal 1844-1856

HérÞing. E-147/2 Dagbækur Jóns Jóakimssonar 1844-1856.

Dagbók Jóns Jóakimssonar frá Þverá í Laxárdal 1857-1870

HérÞing. E-147/2Dagbækur Jóns Jóakimssonar 1857-1870.

Dagbók Jóns Jóakimssonar frá Þverá í Laxárdal 1870-1892

HérÞing. E-147/2 Dagbækur Jóns Jóakimssonar 1870-1892.