Raufarhafnarhreppur

Raufarhöfn er sjávarþorp á austanverðri Melrakkasléttu í sveitarfélaginu Norðurþingi og er nyrsta kauptún landsins. Aðalatvinnuvegur er sjávarútvegur. 

Hinn 1. janúar 1945 var Raufarhöfn gerð að sérstökum hreppi, Raufarhafnarhreppi, en hafði fram að því tilheyrt Presthólahreppi. Í janúar 2006 samþykktu íbúar Húsavíkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps, Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps sameiningu sveitarfélaganna sem tók gildi 10. júní sama ár, í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2006. Nýja sveitarfélagið heitir Norðurþing.

Virðingabækur
Virðingabók Brunabótasjóðs Íslands fyrir Raufarhafnarumboð 1932-1933 (Tilvísun: HérÞing. HRP-455/1 Raufarhafnarhreppur. Virðingabók Brunabótasjóðs Íslands fyrir Raufarhafnarumboð 1932-1933.)