Ljósmyndasafn

Saga safnsins
Ljósmyndasafn Þingeyinga er hluti af byggðasafni Þingeyinga og er staðsett á efstu hæð Safnahússins að Stóragarði 17 á Húsavík.

Safneign
Í Ljósmyndasafni Þingeyinga eru nú varðveittar um 180.000 ljósmyndir af ýmsum stærðum og gerðum. Elstu myndirnar eru frá því um 1870 og þær yngstu frá 2022. Myndefnið er fjölbreytt og má þar m.a. nefna mannamyndir teknar á ljósmyndastofum, iðnaðarljósmyndir atvinnumanna og landslags- og fjölskyldumyndir áhugaljósmyndara. 

Safneignina má flokka gróflega niður í mannamyndasafn og svo ljósmyndasafn með myndum af viðburðum, landslagi og öðrum myndum ljósmyndara.