Sundlaugamenning á Íslandi til UNESCO

Sundlaugamenning á Íslandi til UNESCO
Nú stendur yfir skráning sundlaugamenningar Íslendingar inná vefinn Lifandi hefðir sem er listi okkar hér á Íslandi yfir óáþreifanlegan menningararf. Af því tilefni verða viðburðir um allt land tengdir sundhefðinni þar sem unnendum sundsins er boðið að koma og kynna sér skráningarferlið, leggja sína upplifun af sundhefðinni af mörkum og spjalla um sundið við aðra áhugasama.
Við viljum hvetja áhugasama Þingeyinga til að koma og kynna sér þetta spennandi verkefni.
Dagskrá viðburðar: (gæti breyst)
Sundlaugamenning Íslendinga til UNESCO
Skráning sundhefðarinnar og tilnefningarferlið kynnt. Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnastjóri vefsins Lifandi hefðir hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Kaffi og spjall um sundlaugamenninguna.
Enginn aðgangseyrir
Verið velkomin!
Linkur á heimasíðu verkefnisins: https://lifandihefdir.is/sundmenning-islendinga/
Linkur á facebook síðu verkefnisins: https://www.facebook.com/profile.php?id=61550895095939