Starfsemi og hlutverk héraðsskjalasafna

Nýverið sendi stýrihópur héraðsskjalavarða um rafræna skjalavörslu og varðveislu frá sér skýrslu sem ber heitið Starfsemi og hlutverk héraðsskjalasafna.

Meginverkefni stýrihópsins er að halda utan um samstarfsverkefnis safnanna, sem ber heitið Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR). Hluti af þeirri vegferð er að taka saman upplýsingar á einn stað um héraðsskjalasöfnin, hlutverk þeirra og lagalega stöðu.

Einnig er í skýrslunni fjallað um MHR og hvernig skipa má rafrænni skjalavörslu sveitarfélaganna til framtíðar.

Lesa má skýrsluna hér.