Síðasta sýningarhelgi!

Solander 250: bréf til Íslands og Paradise Lost Daniel Solander´s Legacy

Sýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi er sett upp í söfnum á Íslandi til að minnast þess að árið 2022 voru 250 ár liðin frá merkum erlendum vísindaleiðangri til Íslands árið 1772. Í þeirri för var meðal annars sænski náttúrufræðingurinn Daniel Solander sem var einn af lærisveinum hins heimsþekkta sænska náttúruvísindamanns Carls von Linné. Solander safnaði og skrásetti margs konar fróðleik um náttúru Íslands, menningu þjóðar og siði. Á sýningunni túlka tíu íslenskir grafíklistamenn atburðina og þær breytingar sem hafa orðið á landi og þjóð í aldanna rás.

Á sýningunni Paradise Lost – Daniel Solander‘s Legacy,
sem ætlað er að minnast ferðar Solander til Kyrrahafsins árið 1769, má sjá verk tíu listamanna frá Kyrrahafssvæðinu og áhugaverða túlkun þeirra á þessari fyrstu ferð Evrópumanna til Ástralíu.

Sýningarnar tvær mynda einstakt samtal Norðurskautsins og Kyrrahafsins í ljósi ferða Solanders og eru settar upp í samstarfi við sendiráð Svíþjóðar á Íslandi og félagið Íslenska grafík. Pär Ahlberger sendiherra Svíþjóðar á Íslandi opnar sýningarnar.