PERLUR EFTIR LISTAMANNINN JÓHANN BJÖRNSSON SKRÁÐAR OG VARÐVEITTAR

Myndlistarsafn Þingeyinga fékk veglegan styrk úr safnasjóði til þriggja ára til m.a. vinnu við forvörslu myndlistarverka og yfirfærslu skráningar með betrumbótum yfir í Sarp.

Hér má sjá starfskraft opna áður óskráðar perlur eftir listamanninn Jóhann Björnsson sem nú verða skráðar rétt og fá sitt pláss i varðveislurými myndlistar.