Skjalavefur Héraðsskjalasafns Þingeyinga

Á vef Héraðsskjalasafns Þingeyinga er að finna mikið af skjölum. Meðal annars fundagerðarbækur, bréfabækur, virðingabækur og sáttabækur hreppa og sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu. Einnig er þar að finna um 700 tölublöð af sveitablöðum. Þessi skjöl hafa verið birt með styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands. Á vef okkar eru einnig upplýsingar um eyðinýbýli á Fljóts- og Mývatnsheiðum, Bændatal á Tjörnesi á 19. öld og dagbækur Jóns Jóakimssonar og Snorra Jónssonar frá Þverá í Laxárdal.