Nemendur Borgarhólsskóla í heimsókn

Í dag komu um 25 nemendur frá Borgarhólsskóla í Héraðsskjalasafn Þingeyinga til að vinna verkefni. Þau áttu að velja sér 5 hús af 11 húsa lista sem kennararnir settu fram og koma á safnið og afla sér upplýsinga um húsin sem þau völdu sér. Þau áttu t.d. að afla sér upplýsinga um hver gamalt húsið væri, hver byggði það, hverjir voru fyrstu ábúendur og notkunarsögu hússins. Þökkum kærlega fyrir skemmtilega heimsókn frá þeim og gott samstaf við Borgarhólsskóla. Flottir nemendur.