Myndlistarsýning barnanna

Myndlistarsýning barnanna
Myndlistarsýning barnanna

Í vikunni komu frábærir krakkar úr leikskólanum Grænuvöllum í heimsókn. Þau skoðuðu sýninguna (PERLUR ÚR SAFNI) og völdu svo sína uppáhaldsmynd og útfærðu á sinn hátt.

Verkin þeirra verða til sýnis í myndlistarsalnum á 3ju hæð í Safnahúsinu til laugardagsins 25. mars nk.