GLEÐILEGT SUMAR

Gleðilegt sumar 💛 Opið í Safnahúsinu til kl.16:00
Kaffi og konfekt, krítar og sápukúlur og margt að sjá!
Sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (það er fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Sumardagurinn fyrsti var lengi messudagur eða til 1744.