Gamli krosssaumurinn - örnámskeið í Safnahúsinu á Húsavík

Gamli krosssaumurinn
örnámskeið Í SAFNAHÚSINU Á HÚSAVÍK
Laugardaginn 11. nóvember kl. 11-13
Kenndur verður hinn vinsæli gamli íslenski krosssaumur (fléttuspor)

Kennari: Kristín Vala Breiðfjörð, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands.

Verð: 7.500 – innifalið er strammi, nál, útsaumsmynstur og leiðbeiningar.

Kristín Vala nýtir sér mynstur úr rúmbreiðu Þorbjargar Magnúsdóttur (1667-1737) við kennsluna, en ábreiðan var keypt inn á Victoria og Albert Museum í London á sínum tíma og er varðveitt þar.

Hámarksfjöldi á námskeiði er 15 manns og tekið er við skráningum á safnahus@husmus.is eða í síma 4641860.

Verið velkomin!