Framtíð Skjálfanda, verndun og nýting

Þann 2. maí sat fulltrúi MMÞ á vel sóttu og áhugaverðu málþingi um framtíð Skjálfanda, verndun og nýtingu sem Samtök um verndun í og við Skjálfanda (SVÍVS) stóð fyrir á Fosshóteli á Húsavík. 
Sérstakur gestur var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Samtök um verndun í og við Skjálfanda voru stofnuð í ágúst 2021, af aðilum frá Hvalasafninu á Húsavík, Ocean Missions, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík og STEM Húsavík. Sameiginlegur áhugi á verndun og skipulagi Skjálfandaflóa var hvatinn að stofnun samtakanna.