Jól í Safnahúsinu á Húsavík

Undanfarið hafa börn úr 1. - 5. bekk í Borgarhólsskóla og elstu deild leikskólans Grænuvöllum heimsótt Safnahúsið, útbúið jólakort og skreytt jólatréð í móttökunni með glitrandi könglum. Hér má sjá sýnishorn af þeim dýrindis verkum sem börnin útbjuggu í desember.