Sýningin HÚSAVÍK '87 - Inga Huld Tryggvadóttir

VERIÐ VELKOMIN Á SÝNINGU

INGU HULDAR TRYGGVADÓTTUR

HÚSAVÍK 87

„óður til Húsavíkur og minninganna úr bernsku er ég dvaldi hjá ömmu og afa, Huldu og Ingólfi, á Túngötu 3“

 

SEM OPNAR Í MYNDLISTARSAL SAFNAHÚSSINS Á HÚSAVÍK
LAUGARDAGINN 19. ÁGÚST KL. 14

Verkin á sýningunni eru gerð úr endurunnum gos- og bjórdósum og tengjast undarlegum mjólkurfernum, dáleiðandi veggfóðri, nýuppteknum kartöflum, rabarabara með sykri, skrýtnum bílnúmerum og endalausri útiveru með lykt af nýtíndum bláberum, mold og sumarblómum...

Inga Huld Tryggvadóttir útskrifaðist með BFA gráðu í myndlist frá San Francisco State University árið 2005 og Master of Fine Arts gráðu frá Pratt Institute árið 2007. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.