Áfram streyma myndlistarverk til okkar í Safnahúsið

Áfram streyma myndlistarverk til okkar í Safnahúsið, sem hafa verið í útláni frá Myndlistarsafni Þingeyinga um árabil, en fara nú í skoðun og mat vegna vinnu sem á sér stað við safneignina. Safnasjóður styrkir Myndlistarsafnið/MMÞ rausnarlega til þriggja ára svo hægt sé að betrumbæta varðveislurými, skráningu og forvörslu verka til framtíðar.