18. maí - Alþjóðlegi safnadagurinn

Listakonurnar ODDNÝ E. MAGNÚSDÓTTIR – ONNA og HÓLMFRÍÐUR BJARTMARSDÓTTIR – FÍA ætla að vera hjá okkur í Safnahúsinu kl. 14 - 16 og fræða gesti og gangandi um mögnuð verk sín á sýningunni Huldulönd sem nú er til sýnis í myndlistarsal á 3. hæð. Að baki hverju verki býr ákveðin rannsóknarvinna og í henni felst meðal annars útkoman, ásamt réttu verklagi og natni í handbragði.

Heitt á könnunni

Enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins

Verið öll velkomin!