Forsíða
News
Dagskrá á Mærudögum 2014
Wednesday, 23 July 2014 08:45

Dagskrá á Mærudögum 2014

Safnahúsið á Húsavík

Sjóminjasafn – byggðasafn – safnbúð – leikherbergi - kaffihorn.

Sérsýningar:

  • Aldar afmælissýning HSÞ HSÞ

Síðustu sýningardagar

 

 

 

 

 

  • Hughrif Hughrif

Ljósmyndasýning Halldóru Kristínar Bjarnadóttur

 

 

 

  • „Snertið ekki jörðina – leikir 10 ára barna“ Ekki snerta jörðina

Farandsýning frá Þjóðminjasafni Íslands

 

 

 

  • „Sveitin mín Laxárdalur“ Sveitin mín Laxárdalur

Skyggnimyndasýning Sigurðar Péturs Björnssonar (Silla) þar sem hann fjallar um Laxárdal fram til ársins 1994.

 

 

Enginn aðgangseyrir að sérsýningum.

Opið alla daga 10-18

 


 

 

Þverá í Laxárdal

Gamli bærinn á Þverá  verður opinn almenningi, 25. og 26. júlí frá 13-17.Þverá í Laxárdal

Þverárbærinn er hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Bærinn var reistur á seinni hluta nítjándu aldar. Þar er margt hugvitsamlega gert, t.d. er lækur leiddur gegnum brunnhús innst í bænum svo að að heppileg kæling fengist til geymslu á matvælum.

 

 

 

 


Byggðasafn Norður-Þingeyinga á Snartarstöðum

Fallegt safn með sérstakri áherslu á handverk.

Safnkaffi – barnahorn

Opið 13-17 alla daga

 

 

 

 

 


 

 

 

Byggðasafn Suður-Þingeyinga á Grenjaðarstað

Upplifðu gamla bændasamfélagið í einstökum torfbæ.

Heitt á könnunni

Opið alla daga 10-18

 
Aldar afmælissýning HSÞ
Sunday, 15 June 2014 00:00

Aldar afmælissýning HSÞ

HSÞSunnudaginn 15. júní kl. 14:00 opnar aldar afmælissýning Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) í Safnahúsinu. Héraðssambandið var stofnað 31. október 1914. HSÞ er sameinað félag Ungmennasambands Norður-Þingeyinga og Héraðssambands Suður-Þingeyinga. Á sýningunni er mikið af munum og myndum frá þessum félögum. Ólympíuförum Þingeyinga eru gerð sérstök skil, landsmótum sem haldin hafa verið í héraði, glímu, hátíðasamkomum beggja aðila og fleira.

Frír aðgangur er á sýninguna og hvetjum við alla Þingeyinga sem og aðra gesti Þingeyjarsýslu til að kíkja við í Safnahúsinu og sjá þessa áhugaverðu sýningu sem verður opin alla daga frá 10:00 - 18:00 til og með 28. júlí.

Allir hjartanlega velkomnir.

 
Þingeyskar heimildir aðgengilegar á Ísmús vefnum
Sunday, 25 May 2014 20:41

Þingeyskar heimildir aðgengilegar á Ísmús vefnum

-þú getur lagt þitt af mörkum-

Vefurinn www.ismus.is geymir og birtir á vefnum gögn er varða íslenska menningu fyrr og nú: hljóðrit, ljósmyndir, kvikmyndir, handrit og texta. Verkefnið er í umsjá Tónlistarsafns Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þegar verkefnið hófst snerist það eingöngu um að birta heimildir um íslenska tónmenningu. Með tímanum hefur áherslan breyst og nú opnar Ísmús breiðan aðgang að tónlistar- og sagnamenningu og ýmsum heimildum um menningarsögu þjóðarinnar. Ísmús opnar þannig áður óþekkta möguleika til rannsókna og heimildaöflunar af ýmsum toga, fyrir almenning, sérfræðinga, nemendur og kennara.

Öllum er heimill aðgangur að Ísmús og efnið sem þar er birt má brúka til einkanota, miðla til vina og vandamanna og nota til kynningar, kennslu og rannsókna.

Á vefnum er nú þegar að finna talsvert magn af hljóðupptökum úr Þingeyjarsýslum. Athugulir Þingeyingar ráku augun í að mikið efni héðan er einungis talið upp en er ekki aðgengilegt. Það efni á eftir að klippa og tengja við vefinn. Við Þingeyingar getum lagt Árnastofnun lið við þetta verkefni. Rósa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur við Árnastofnun verður nk. mánudag og þriðjudag (26.-27. maí) með örnámskeið á Safnahúsinu í því hvernig á að klippa upptökurnar til að setja þær á vefinn. Rósa segir að þetta sé ekki mjög flókið og á færi þeirra sem eitthvað hafa nýtt sér tölvur. Í framhaldinu geta þeir sem læra tæknina hjá Rósu komið á Safnahúsið og unnið að verkefninu þar. Um sjálfboðaverkefni er að ræða og hver og einn setur í verkið þann tíma sem honum hentar. Þeir sem eiga stundir aflögu og vilja leggja verkefninu lið eru beðnir að setja sig í samband við Sif í síma: 464 1860 eða 896 8218.

 
«StartPrev12345678910NextEnd»

Page 1 of 45
 
Banner
Banner
Banner