Forsíða
News
Opnunartími um páskana
Wednesday, 16 April 2014 11:31

Opnunartími um páskana

Allar sýningar í Safnahúsinu, nema sýning Kára Sigurðssonar, verða lokaðar frá og með skírdegi og til og með annars í páskum.

 

Sýning Kára Sigurðssonar verður opin um páskana sem hér segir:

Skírdagur: 14-18
Föstudagurinn langi: 14-18
Laugardagurinn 4. apríl: 14-18
Páskadagur: 14-18
Annar í páskum: 14-18
 
Sjáðu húsin - þau eru horfin
Monday, 07 April 2014 08:12

Sjáðu húsin - þau eru horfin.

 

Þann 16. apríl 2014, kl. 16.00 opnar Kári Sigurðsson sýningu í Safnahúsinu á Húsavík.

 

 

Sýningin samanstendur af 30 myndverkum og er frábrugðin öðrum hans sýningum að mörgu leiti. Myndefnið er eitt og það sama, það er horfið sjónum bæjarbúa og mörgum gleymt. Vinnuheiti hans er Torfakofar, gæti eins verið Arnviðar og eða Dondakofar.

Fyrstu myndina gerði Kári árið 1968 er hann bjó á Ásgarðsveginum, þetta eru hús (kofaþyrping) er stóðu við rætur Húsavíkurfjalls skammt frá þar sem skíðalyftan er nú. Þarna var stundaður búskapur, með hross, sauðfé, hænsni o.fl. Þetta mótíf er unnið í margskonar miðla og unnar á árunum 2012 til 2014. Fyrsta myndin var unnin í þurrkrít þá eru verk í olíu, akrýl, kaffi, bleki, túss, vatnslit, olíukrít, gvass, pastel, blýanti, penna, málningu, lakki o.fl. meira að segja samklipp og er ekki allt upp talið. Kári er ekkert hrifinn af þemavinnu, sérstaklega ekki ef leggja á til eina mynd í sýningu. Þessi sýning er dæmi um þemavinnu, ákveðin kofaþyrping sem hann valdi og þá miðla sem hann notar. Kári hefur notað flesta þessara miðla áður en til að átta sig á útkomunni fannst honum nauðsynlegt að notast við sama mótívið.

Viðfangsefni Kára í myndlist er og hefur verið fram til þessa, íslensk náttúrustemmning til sjávar og sveita, hús, kofar og ýmsar mannvistarleifar.Þá hafa bátar og hlutir tengdir útgerð höfðað til hans svo ekki sé talað um veður og veðrabrigði en þetta er eitthvað að breytast.


Kári

Kári Sigurðsson er fæddur 20.apríl 1947 í Vopnafirði. Hann er með sveinspróf í húsasmíði og meistararéttindi, frá IðnskólaHúsavíkur. Hann kenndi iðnteikningar við Iðnskóla Húsavíkur, síðar Framhaldsskóla Húsavíkur (iðnbraut) frá 1973 - 1989 og teikningu og myndmennt í grunn- og framhaldskólanum 1986 – 1989 og 1993. Hann stóð fyrir námskeiðum í myndlistum fyrir fullorðna á vegum FSH, farskóla Þingeyinga og sjálfstætt. Kári hefur starfað við smíðar, verslunar- og skrifstofustörf ásamt gluggaskreytingum, félagsmálum og að listrænni starfssemi. Myndlistarnámið hans er að mestu sjálfsnám og hann á að baki fjölda einka og samsýninga. Kári á verk í eigu opinberra aðila og fjölda einstaklinga.


 
Ljósmyndasafn sr. Arnar Friðrikssonar
Friday, 14 March 2014 08:50

Ljósmyndasafn - sr. Örn Friðriksson

Sr. Örn FriðrikssonÞann 12. mars 2014 afhenti sr. Örn Friðriksson Ljósmyndsasafni Þingeyinga hluta af ljósmyndasafni sínu.

Það sem hann afhenti nú eru 172 myndir á filmu og 484 myndir í þrem myndaalbúmum eða samtals 656 ljósmyndir. Myndirnar eru flestar teknar á Húsavík á tímabilinu 1939 til 1954. Unnið er að skráningu og skönnun safnsins og stendur til að halda sýningu í Safnahúsinu á úrvali ljósmynda úr safni hans.

Sr. Örn Friðriksson fæddist í Kanada 27. júlí 1927, en fluttist til Íslands 6 ára gamall og ólst upp á Húsavík. Foreldrar hans voru sr. Friðrik A. Friðriksson og Gertrud Estrid Elise Friðriksson.Sr. Örn gerðist sálnahirðir Mývetninga og settist að á Skútustöðum 1954. Þar átti hann fjörutíu og þriggja ára farsælan starfsferil, og ekki einasta sem vel látinn prestur, heldur einnig mikilvirkur kórstjóri, píanóleikari og söngvaskáld.

 

 
«StartPrev12345678910NextEnd»

Page 1 of 44
 
Banner
Banner
Banner