Forsíða
News
Greiningarsýning á ljósmyndum úr safni Arnar Friðrikssonar
Thursday, 26 March 2015 13:39

Greiningarsýning á ljósmyndum úr safni Arnar Friðrikssonar

 

Ný greiningarsýning á ljósmyndum úr safni Arnar Friðrikssonar verður opnuð föstudaginn 27. mars á jarðhæð Safnahússins. Það verða samtals 150 myndir á greiningarsýningunni. Gestir eru kvattir til þess að skrifa nöfn þeirra sem þeir þekkja á myndum á myndirnar sjálfar.

Á meðan á sýningunni stendur verða allar myndir Arnars, sem eru varðveittar í ljósmyndasafni Þingeyinga, sýndar á skjá á jarðhæðinni.

Ókeypis aðgangur.

 
Kallað eftir skjölum kvenna
Wednesday, 18 March 2015 08:30

Kallað eftir skjölum kvenna.

Kallað eftir skjölum kvennaKallað eftir skjölum kvenna.

 
Hópur nemenda í heimsókn
Friday, 13 March 2015 13:00

Hópur nemenda í framhaldsskólanum á Laugum heimsóttu Safnahúsið

 

Hópur nemenda í framhaldsskólanum á Laugum Í vikunni heimsótti þessi fríði flokkur ungmenna Safnahúsið. Hópurinn var í safnaferð í Suður-Þingeyjarsýslu og er það hluti af sögunámi þeirra undir leiðsögn Sverris Haraldssonar. Þau skoðuðu allar sýningar í Safnahúsinu, fengu leiðsögn um sýninguna Mannlíf og náttúra og unnu verkefni að heimsókn lokinni. Ungmennin koma víða að af landinu, voru vel að sér um marga hluti, áhugasamir um enn fleiri og hafa vonandi lært eitthvað nýtt af heimsókninni. Eins og flestum sem hingað koma fannst þeim ísbjörnin áhugaverður og stilltu sér upp hjá kallinum í lok heimsóknar.

Við þökkum þessum góðu gestum komuna.

 
«StartPrev12345678910NextEnd»

Page 1 of 51
 
Banner
Banner
Banner