Forsíða Safnahúsið Ljósmyndasafn
Fréttir
Ljósmyndasafn - Jón Þor Haraldsson
Þriðjudagur, 11. febrúar 2014 00:00

Ljósmyndir úr fórum Jóns Þórs Haraldssonar

Jón Þór HaraldssonNýlega barst Ljósmyndasafni þingeyinga ljósmyndasafn Jóns Þórs Haraldssonar. Um er að ræða tæplega 900 myndir sem teknar eru á árunum 1959-1977.  Í safninu er að finna mikið af myndum frá starfsemi Laxárvirkjunar en líka af mannlífi í Aðaldal á þessum árum.

 

Jón Þór Haraldsson vélfræðingur var fæddur 15. janúar 1931 í Liltadal í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði. Hann lést 15. júní 1999. Kona Jóns var Jóna Þóra Guðríður Stefánsdóttir og eignuðust þau þrjú börn, Pétur, Jóna Gígja og Unnur Elísa.  Jón Þór var stöðvarstjóri Laxárvirkjunar frá 1959 til 1982. Hann var formaður prófnefndar vélvirkja á Húsavík 1964-1972 og byggingarnefndar Hafralækjarskóla í Aðaldal 1966-1981.

 

Húsin við Laxárvirkjun 1962 Við Laxárvirkjun 1968 Skólaskemmtun í Aðaldal 1965
 
Ný greiningarsýning með jólamyndum
Föstudagur, 20. desember 2013 10:37

Ný greiningarsýning með jólamyndum er nú aðgengileg hérna á síðunni. Myndirnar eru teknar á tímabilinu 1952-1990. Hægt er að skoða sýninguna með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

Jólamyndir

 
Ný greiningarsýning
Þriðjudagur, 26. nóvember 2013 15:18

Ný greiningarsýning úr safni Sigurðar Péturs Björnssonar

Sillasafn III

Ný greiningarsýning með 52 ljósmyndum úr safni Sigurðar Péturs Björnssonar er nú aðgengileg hérna á vefsíðunni. Eins og áður þá vantar ýmist nöfn þeirra sem sjást á myndunum ártöl, staðarnöfn eða á hvaða viðurði myndirnar voru teknar. Við erum þakklát fyrir allar þær upplýsingar sem okkur berast með ábendingum ykkur. Vinsamlegast athugið að það líður allt að sólarhringur frá því að ábendingar eru sendar til okkar þar til þær birtast við myndirnar.

 
Ný greiningarsýning á vefsíðunni
Föstudagur, 18. október 2013 14:53

Ný greiningarsýning

Ný greiningarsýning er nú aðgengileg hérna á síðu Menningamiðstöðvar Þingeyinga. Núna birtast 47 myndir sem eru teknar í Aðaldal, Reykjadal og Reykjahverfi. Þekkir þú einhver á myndunum?

Hægt er að skoða myndirnar með því að velja "Óþekktar myndir" hér til hliðar.

 
Óþekktar ljósmyndir
Þriðjudagur, 13. ágúst 2013 11:55

Óþekktar ljósmyndir

Ný greiningarsýning á óþekktum ljósmyndum er nú aðgengileg á vef okkar. Um er að ræða ljósmyndir úr fórum hjónanna Kristbjargar Björnsdóttur frá Grásíðu og Steingríms Björnssonar frá Ytri-Tungu. Þekkir þú einhver andlit eða staði á myndunum?

 
«FyrstaFyrri123NæstaSíðasta»

Síða 2 af 3
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing