Forsíða Safnahúsið Ljósmyndasafn
Fréttir
Greiningarsýning
Miðvikudagur, 12. janúar 2022 00:00

Greiningarsýning á ljósmyndum

Greiningarsýning á ljósmyndum er nú opin í Safnahúsinu á Húsavík. Einnig er hægt að skoða hana á með því að smella á myndina hér fyrir neðan. Ábendingar um hverjir eru á myndunum, hvar þær eru teknar eða hvaða ár er hægt að senda á skjalasafn(hjá)husmus.is. Áriðandi er að taka fram nr. myndar og nr. einstaklings á myndinni.

Greiningarsýning

 
Greiningarsýning
Fimmtudagur, 26. janúar 2017 13:24

Greiningarsýning á ljósmyndum

Greiningarsýning á ljósmyndum úr ljósmyndasafni Þingeyinga verður opnuð föstudaginn 3. febrúar. Um 120 ljósmyndir eru á sýningunni og vantar okkur hjálp við að greina fólk, hús og viðburði á myndunum. Sýningin verður opin alla virka daga frá 10-16 á tímabilinu 3. - 23. febrúar. Sýningin verður staðsett á jarðhæð Safnahússins og er aðgangur ókeypis.

 
Ljósmyndasafn sr. Arnar Friðrikssonar
Þriðjudagur, 06. desember 2016 14:01

Ljósmyndasafn sr. Arnar Friðrikssonar

Sr. Örn Friðriksson, fyrrverandi prestur Mývetninga og prófastur Þingeyinga, afhenti Ljósmyndasafni Þingeyinga hluta af ljósmyndasafni sínu árið 2014, samtals 1.459 myndir, bæði á pappír og á filmum. Flestar myndirnar eru teknar á Húsavík á árunum 1940-1954 en einnig eru nokkrar myndir teknar í sveitunum í kringum Húsavík.


Í nóvember 2016 afhentu afkomendur sr. Arnar Ljósmyndasafninu myndir sem hann tók í Mývatnssveit á tímabilinu 1954-2000. Á næstu misserum verða myndirnar skannaðar og komið fyrir í sýrufríum umbúðum auk þess sem þær verða skráðar í gagnagrunn Ljósmyndasafnsins. Þrátt fyrir að sr. Örn hafi ekki numið ljósmyndun bera myndir hans vott um næmt auga fyrir því myndræna í hverdagslegum aðstæðum sem ekki allir koma auga á.

Sr. Örn Friðriksson fæddist í Kanada 27. júlí 1927 en fluttist til Íslands sex ára gamall og ólst upp á Húsavík. Foreldrar hans voru sr. Friðrik A. Friðriksson og Gertrud Estrid Elise Friðriksson. Sr. Örn gerðist sálnahirðir Mývetninga og settist að á Skútustöðum árið 1954. Þar starfaði hann í 43 farsæl ár.  Hann átti ekki aðeins láni að fagna í starfi sem prestur heldur var hann einnig mikilvirkur kórstjóri, píanóleikari og söngvaskáld. Sr. Örn Friðriksson lést þann 9. júní 2016.

 
Greiningarsýning á ljósmyndum
Mánudagur, 26. október 2015 12:44

Greiningarsýning á ljósmyndum.

Greiningarsýning á ljósmyndum úr safni Silla opnar föstudaginn 23. október kl. 13:00. Um 150 ljósmyndir eru á sýningunni og vantar okkur hjálp við að greina fólk, hús og viðburði á myndunum.

 

 

Sýningin er á efstu hæð Safnahússins og er opin alla virka daga frá 10:00 til 16:00.

Aðgangur er ókeypis.

 
Ljósmyndasöfn
Mánudagur, 26. janúar 2015 14:05

Í ljósmyndasafni Þingeyinga er að finna ýmis ljósmyndasöfn frá bæði lærðum ljósmyndurum sem og áhugamönnum.

 

Safn Eiríks Þorbergssonar

Safn Sigríðar Ingvarsdóttur

Safn Friðgeris Axfjörð

Safn Ragnheiðar Bjarnadóttur

Safn Sigurðar Péturs Björnssonar

 

 

Safn Sigurjóns Egilssonar

Safn Jórunnar Ólafsdóttur

Safn Jón Þórs Haraldssonar

Safn sr. Arnar Friðrikssonar

 
«FyrstaFyrri123NæstaSíðasta»

Síða 1 af 3
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing