Forsíða

Starfsemi

Auglýsing

Sarpur

Auglýsing
Auglýsing
Fréttir


Þingeyskir Vesturfarar á árunum 1860 til 1920
Þriðjudagur, 19. júlí 2011 10:56

Þann 1.júní  færði Eysteinn Tryggvason Héraðsskjalasafninu höfðinglega gjöf. Eysteinn hefur síðustu ár unnið við að safna saman upplýsingum um þingeyinga sem fluttust til Vesturheims. Þessar upplýsingar hefur hann tekið saman í verkinu "Þingeyskir Vesturfarar á árunum 1860 til 1920".

 

 

 

Nánar...
 
Skjalafundur
Miðvikudagur, 11. maí 2011 16:32

Í dag fór fram í Safnahúsinu fundur Héraðsskjalasafns Þingeyinga með Þjóðskjalasafni Íslands og sveitarstjórnarmönnum á starfssvæði Héraðsskjalasafnsins.

 

 

 

Á fundinum kynnti Þjóðskjalasafnið nýja handbók um skjalavörslu sveitarfélaga. Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri skjalasviðs Þjóðskjalasafnsins, fór yfir hlutverk Þjóðskjalasafns og héraðsskjalasafna og reglur um skjalavörslu. Bjarni Þórðarson, fjármálastjóri Þjóðskjalasafnsins, fór yfir reglur um rafræn opinber gögn, sveitarfélög og héraðsskjalasöfn. 

 

 
Jón Jakobsson - Í dag fyrir 105 árum
Þriðjudagur, 08. mars 2011 13:28

Jón Jakobsson í Árbæ á Tjörnesi er þekktur dagbókarritari. Hann var fæddur 18.maí 1875 á Ketilsstöðum á Tjörnesi. Faðir hans var Jakob Jónsson hreppstjóri á Fjöllum í Kelduhverfi. Móðir hans var Kristín Andrésdóttir.

 

"Jón var lagvirkur maður og velvirkur. Smiður var hann sjálflærður, en eigi að síður góður. Hann var nærfærinn við sjúkar skepnur, hjálpaði bæði kúm og ám, ef þeim gekk illa að bera, hafði tæki til að dæla doðaveikar kýr, bólusetti fé gegn bráðapest, sótthreinsaði, ef smitnæmir sjúkdómar gengu. Oft var hann fenginn til þess að vaka yfir sjúkum mönnum." (Auðlegð andans fjár við útskerið eftir Karl Kristjánsson, Árbók Þingeyinga 1971).

 

Jón Jakobsson hóf ritun dagbóka þann 26.október 1889 og hélt ritunninni áfram allt til 29.apríl 1915 er hann veiktist alvarlega. Flestar þessara dagbóka eru aðgengilegar á Héraðsskjalasafni Þingeyinga.

Nánar...
 
Bændatal á Tjörnesi á 19. öld
Föstudagur, 11. febrúar 2011 00:00

Héraðsskjalasafninu berast daglega fyrirspurnir um hvort ákveðin skjöl sé að finna í skjalageymslum þess. Stundum er tækifærið notað þegar er verið að eiga við þessi skjöl og þeim komið yfir á rafrænt form. Nýlega var lokið við að skanna bókina bændatali á Tjörnesi á 19.öld. Í bókinni eru skráðar lýsingar á bændum og bæjum á Tjörnesi eftir sögnum Jóhannesar Guðmundssonar.

Nánar...
 
«FyrstaFyrri12345NæstaSíðasta»

Síða 5 af 5
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing