Forsíða Safnahúsið Sérsýningar
Sérsýningar
Fornleifar í Þingeyjarsýslum
Þriðjudagur, 17. maí 2011 13:46

Þann 20.maí 2011 verður sýningin "Fornleifar í Þingeyjarsýslum" opnuð á jarðhæð Safnahússins.

Kumli á Daðastaðaleyti í landi Lyngbrekku í Reykjadal. Ljósmynd í eigu Fornleifastofnunnar Íslands.

Á síðustu árum hafa víðtækar og umfangsmiklar fornleifarannsóknir farið fram í Þingeyjarsýslum. Með rannsóknum þessum hefur eflst þekking á búsetu fyrr á öldum – ekki síst á söguöld og fengist skýrari mynd af því hvernig fólk lifði fyrir um 1000 árum.

Markmið sýningarinnar er að birta yfirlit yfir helstu fornleifarannsóknir í Þingeyjarsýslum, með sérstakri áherslu á síðustu 25 árin og efla áhuga fólks á fornminjum á svæðinu. Á sýningunni verða fornmunir sem fundist hafa við fornleifarannsóknir í héraðinu. Bátkumlið á Litlu Núpum í Aðaldal sem fannst árið 2007 er afar merkur fornleifafundur og er á sýningunni fjallað sérstaklega um hann.

Uppgröftur á Litlu Núpum. Myndina á Fornleifastofnun Íslands.Bronsbjalla sem fannst á Litlu Núpum. Myndina á Fornleifastofnun Íslands.

Að sýningunni standa Menningarmiðstöð Þingeyinga, Hið þingeyska fornleifafélag og Fornleifastofnun Íslands. Sýningarstjórar eru Sigrún Kristjánsdóttir, Guðrún Alda Gísladóttir, Ásgeir Böðvarsson og Sif Jóhannesdóttir.

Sýningin stendur til septemberloka.

 
Geimfarar í Þingeyjarsýslum
Þriðjudagur, 17. maí 2011 12:55

Þann 20.maí 2011 verður opnuð sýningin "Geimfarar í Þingeyjarsýslum" í Safnahúsinu.

  

Árið 1965 kom hópur starfsmanna Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hingað til lands. Í hópnum voru geimfaraefni stofnunarinnar, þeirra á meðal Buzz Aldrin sem steig annar manna fæti á tunglið. Þeir fóru til æfinga og skoðuðu náttúru í Þingeyjarsýslum, sérstaklega við Mývatn og í Öskju. Tveim árum síðar árið 1967 kom annar hópur frá NASA og meðal geimfaraefna í þeim hóp var Neil Armstrong. Af þeim 12 mönnum sem hafa stigið fæti á tunglið komu 9 í sýslurnar okkar til að æfa sig og læra jarðfræði undir handleiðslu Íslenskra jarðvísinadamanna. Með í för voru hérlendir blaðamenn sem skráðu ferðasöguna og tóku mikið af myndum.

 

Cosmonautes - ErróGeimfarar í Þingeyjarsýslu - Ljósmynd: Sverrir Pálsson

 

Náttúrufræðistofnun Íslands lánar tunglstein sem Íslenska ríkið fékk að gjöf frá Bandaríkjunum í kjölfar tunglferðanna til sýningarinnar. Ásamt steininum er íslenskur fáni sem flogið var með til tunglsins og aftur til baka á sýningunni.

 

Nánar...
 
Hús og skipulag á Húsavík
Þriðjudagur, 15. febrúar 2011 10:12

Þann 11.febrúar opnaði ný sýning í sýningarsalnum á jarðhæð Safnahússins. Fjölmenni mætti á opnunina og skoðaði þessa áhugaverðu sýningu.

Áhugaverðar ljósmyndir skoðaðar. Ljósmynd: Jóhannes Sigurjónsson

Á sýningunni eru:

-Ljósmyndir af húsum og götumyndum úr ljósmyndasafni Safnahússins - Tímalína.
-Sýnishorn af skipulagsvinnu bæjarins.
-Sýn ungmenna á það hvernig hús breytast.
-Sýningarstjóri: Arnhildur P

álmadóttir

Sýningin verður opin alla virka daga 10:00-17:00.

Nánar...
 
Myndlistarsýning - Ragna Hermansdóttir
Þriðjudagur, 15. febrúar 2011 08:57

Þann 11.febrúar opnaði ný sýning í sýningarsalnum á efstu hæð Safnahússins. Sýnd eru verk úr myndlistarsafni Safnahússins eftir Rögnu Hermannsdóttur. Um 50 manns mættu á opnunina og nutu léttra veitinga um leið og verk Rögnu voru skoðuð.

 

Frá opnuninni. Ljósmynd: Jóhannes Sigurjónsson

 

Sýningin verður opin alla virka daga 10:00-16:00.

Nánar...
 
Myndlistarsýning - Jóna Hlíf og Habbý Ósk
Miðvikudagur, 08. desember 2010 10:55

HellÞann 11.desember kl 14:00 verður opnuð ný myndlistarsýning í sýningarsalnum á efstu hæð Safnahússins. Sýnendur eru tveir ungir listamenn þær Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Habbý Ósk. Sýningin verður opin alla virka daga 10:00-16:00.  

 

 

 

 

 

Nánar...
 
Myndlistarsýning - Portrait myndir
Miðvikudagur, 03. nóvember 2010 13:20

Þann 4.nóvember 2010 verður opnuð portrait myndlistarsýning sýningarsalnum í Safnahúsinu.  

Á sýningunni eru 32 málverk og teikningar úr myndlistarsafni Safnahússins. Myndirnar eru allar af Þingeyingum eða eftir Þingeyinga. Við hverja mynd eru upplýsingar um þann sem er á myndinni ásamt upplýsingum um listamannin sem málaði myndina.

 

    

 

 

 

Nánar...
 
Myndlistarsýning - Kolbrún Bylgja Brá Magnúsdóttir
Miðvikudagur, 03. nóvember 2010 09:25

Á tímabilinu 9.-23.október 2010 mun listamaðurinn Kolbrún Bylgja Brá Magnúsdóttir sýna verk sín í sýningarsalnum í Safnahúsinu.

Kolbrún við eitt verka sinnaKolbrún Bylgja Brá  er fædd á Bíldudal 1961. Bylgja er sjálfmenntaður myndlistarmaður og hefur markvisst unnið að listsköpun frá árinu 1995. Flestar myndirnar eru unnar í þurrpastel og olíukrít. Bylgja hefur sýnt víða og verið virkur þáttakandi í List án landamæra. Sýningin verður opin virka daga kl. 10-16 og kl. 14-16 um helgar.  

 

 

Nánar...
 
Myndlistarsýning - Þorri Hringsson
Laugardagur, 21. ágúst 2010 08:49

Á tímabilinu 21. - 29.ágúst 2010 mun listamaðurinn Þorri Hringsson sýna málverk í sýningarsalnum í Safnahúsinu.

 

 

 

 

Nánar...
 
«FyrstaFyrri12NæstaSíðasta»

Síða 2 af 2
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing