Forsíða Forsíða Sýningar framundan
Á döfinni
Mánudagur, 22. apríl 2013 13:01

Ný greiningarsýning úr ljósmyndasafni Silla, bókamarkaður og Hemminn, gleðigjafi.

Sumardaginn fyrsta verður opnaður bókamarkaður á jarðhæð og ný greiningarsýning á ljósmyndum á  3. hæð. Myndirnar á sýningunni og bækurnar á markaðnum eru hvoru tveggja hluti af rausnarlegri gjöf Silla til Safnahússins.  Mikill fjöldi bóka verður á markaðnum, sagnfræði, ættfræði, skáldsögur, ljóð og margt fleira.

 

Skyldu þessir menn hafa verið að fara með sokka í viðgerð?

 

Sýning Gerðu á „Hemmanum“  stendur til sunnudagsins 28. apríl.


Markaðurinn og sýningarnar verða opnar sumardaginn fyrsta kl. 13-16, föstudaginn 26.  apríl kl. 10-18 og helgina 27.-28. apríl kl. 13-16.
Frítt verður inn á fastasýningar í Safnahúsinu sumardaginn fyrsta og um helgina.

 
Þriðjudagur, 19. febrúar 2013 08:20

Þjóðfræði á þorraþræl

 

Fjölbreytt  og áhugaverð erindi um viðfangsefni þjóðfræðinnar

Þjóðfræði er vaxandi fræðgrein á landinu og ekki síst hér í Þingeyjarsýslum. Hópur þingeyinga stundar nú nám í greininni og nokkrir hafa lokið námi. Hluti þingeysku þjóðfræðinemana er í fjarnámi en aðrir eru í höfuðborginni við nám. Þetta er öflugur hópur og hver veit hvað verður til í þessari þingeysku þjóðfræðingaflóru í framtíðinni. En hvað skyldi vera svona heillandi við þetta fag og hvað er verið að fást við?  Gjarnan er rætt við þjóðfræðinga í tengslum við jólasveinana, bóndadag, þorrablót og annað gamalt og hefðbundið. En skyldi það gefa tæmandi mynd af þjóðfræðinni og starfi þjóðfræðinga?  Því er fljótsvarað með: „Nei langt því frá“. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og eru skoðuð bæði í fortíð og nútíð. Meðal þeirra má nefna: sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhættir, trú og tónlist, siðir og venjur, hátíðir og leikir, klæðnaður og matarhættir.

Menningarmiðstöð Þingeyinga blæs til þjóðfræðidags til að kynna þjóðfræðina og viðfangsefni hennar, enda er þjóðfræði og safnastarf tengt nánum böndum.  Hann verður haldinn á Þorraþræl, síðasta dag þorra, sem er næstkomandi laugardag. Þá munu þjóðfræðingar og þjóðfræðinemar halda fjölbreytt erindi um viðfangsefni þjóðfræðinnar í Safnahúsinu á Húsavík.


Safnahúsinu á Húsavík 23. febrúar, kl 14-17

Dagskrá:
14:00  Inngangsspjall

14:05 - 14:20 Þjóðfræði, spennandi og fjölbreytt viðfangsefni
Búi Stefánsson þjóðfræðinemi

14:20 – 14:35 Hlutverk hátíða
Anna Gunnarsdóttir þjóðfræðinemi

14:35 – 14:50  Lifandi safn
Jan Klitgaard þjóðfræðinemi

14:50 – 15:05 Týnda samfélagið – Kárahnjúkar
Hilda Kristjánsdóttir þjóðfræðingur

14:05 – 15:20 fyrirspurnir

15:20 – 15:40 Kaffihlé

15:40 – 16:10 "Menningararfur í formi íslensks hraungrýtis : Hraunsréttardeilan í Aðaldal"
Sigurlaug Dagsdóttir þjóðfræðingur.
Gerð var var stuttmynd um verkefnið og verður hún sýnd í upphafi erindisins, hana gerðu þjóðfræðingarnir Björk Hólm og Ólafur Ingibergson.

16:10 – 16:50 Hvað á á gera við afa?  umfjöllun um hlátur, húmor og tengsl við samfélagið.
Kristín Einarsdóttir aðjúnkt í þjóðfræði við Háskóla Íslands

16:40 – 17:00 fyrirspurnir og spjall

Allir velkomnir enginn aðgangseyrir

 
Miðvikudagur, 23. janúar 2013 12:53

Safnahúsið opið sunnudaginn 27. janúar.

 

Safnahúsið verður opið sunnudaginn 27. janúar frá 13:00 - 16:00. Kjörið tækifæri til að skoða Sjóminjasafnið og verðlaunasýninguna Mannlíf og náttúra - 100 ár í Þingeyjarsýslum.

 

Sjóflugvél á Húsavík

1940-49.

Eru þetta Óli, Björn

og Hermann?

Hvaða íþróttamót Völsungs

fer hér fram?

 

Á efstu hæð Safnahússins verður ný greiningarsýning á ljósmyndum úr "Sillasafni".

Allir velkomnir, heitt á könnunni.

 
Fimmtudagur, 13. desember 2012 23:39

Aðventa á Fjöllum & Ferðalangar á Fjöllum

Á sýningunum eru vetrarmyndir teknar á söguslóðum Aðventu skáldsögu Gunnars Gunnarssonar.  Einnig myndir af þeim nöfnum sem timburþilið í sæluhúsinu við Jökulsá geymir sem gestabók ferðalanga síðustu 120 árin

Sýningarnar standa til 20. janúar 2013

Þóra Hrönn og Sigurjón verða viðstödd opnunina og flytja erindi um tilurð Aðventu,  Gunnars Gunnarssonar og gerð sýningarinnar.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

 

Nánar...
 
Föstudagur, 23. nóvember 2012 12:48

Þetta vilja börnin sjá!

HávamálSunnudaginn 25. nóv. kl. 14:00 verður sýningin „Þetta vilja börnin sjá“ opnuð á jarðhæð Safnahússins. Falleg og lífleg sýning á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum árið 2011. Sýningin er farandsýning sem Menningarmiðstöðin Gerðubergi setur upp á hverju ári í tengslum við afhendingu Dimmalimm verðlaunanna. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir best myndskreyttu íslensku barnabókina. Þetta er þriðja árið í röð sem sýningin endar ferð sína um landið hér hjá okkur í Safnahúsinu. Á opnuninni verður upplestur, nýr fjölskylduratleikur og léttar veitingar. Skemmtileg samverustund fyrir fjölskylduna, allir hjartanlega velkomnir.

Í listasal á efstu hæð er ljósmyndasýningin „Til gagns og til fegurðar“. Frítt er inn á allar sýningar í húsinu í tilefni af opnuninni. Safnahúsið verður opið frá 14-17 þennan dag.

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Síða 8 af 14
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing