Forsíða Héraðsskjalasafn
Fréttir
Ráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands
Fimmtudagur, 11. nóvember 2021 11:58

Ráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands

Lestrarsalur Héraðsskjalasafns Þingeyinga verður lokaður fyrir hádegi á morgun, föstudaginn 12. nóvember, vegna ráðstefnu Þjóðskjalasafns Íslands.

Yfirskrift ráðstefnunnar er Stafræn umbreyting stjórnsýslunnar. Staða og framtíð. Flutt verða fjögur erindi af fulltrúum frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Tryggingastofnun ríkisins auk Þjóðskjalasafns Íslands.

Lestrarsalurinn verður opnaður aftur kl. 13:00.

 
Héraðsskjalasafnið lokað
Miðvikudagur, 29. september 2021 09:07

Héraðsskjalasafnið lokað vegna ráðstefnu

Héraðsskjalasafn Þingeyinga verður lokað eftir hádegi 29. sept til og með 1. okt vegna ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða sem fer fram á Neskaupsstað.

 
Héraðsskjalasafn Þingeyinga - Bréfabækur
Mánudagur, 20. september 2021 16:59

Bréfabækur

 

Í vor fékk Héraðsskjalasafn Þingeyinga styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands til að afrita bréfabækur sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu á stafrænt form og miðla þeim á vefinn. Þessa daganna er afrakstur verkefnisins að birtast á skjalavef safnsins. Skoða má bækurnar á þessari slóð eða með því að smella á meðfylgjandi mynd. .

 
Persónuverndarstefna Héraðsskjalasafns Þingeyinga
Föstudagur, 31. ágúst 2018 15:14

Persónuverndarstefna Héraðsskjalasafns Þingeyinga

Þessi persónuverndarstefna er sett skv. 2. mgr. 24. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018. Héraðskjalasafnið starfar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, reglugerð nr. 283/1994. Þjóðskjalasafn Íslands fer með eftirlit með starfseminni. Um aðgengi að skjölum fer skv. lögum, einkum  lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, upplýsingalögum nr. 140/2012 og lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Persónuverndarstefna þessi lýsir vinnslu héraðsskjalasafnsins á persónuupplýsingum. Héraðsskjalasafnið mun leitast við að veita þeim einstaklingum sem hafa persónuupplýsingar, í þeirra vörslu, nánari fræðslu um þá vinnslu eftir því sem við á. Héraðsskjalasafnið er sjálfstætt opinbert skjalasafn að lögum og setur sér sína eigin persónuverndarstefnu. Stefnan gildir um alla vinnslu persónuupplýsinga héraðsskjalasafnsins.

Persónuverndarstefna Héraðsskjalasafns Þingeyinga

 
Verkefnastyrkir frá Þjóðskjalasafni Íslands
Föstudagur, 27. apríl 2018 14:53

Verkefnastyrkir frá Þjóðskjalasafni Íslands

Í byrjun mánaðar fékk Héraðsskjalasafn Þingeyinga úthlutað tveimur styrkjum frá Þjóðskjalasafni Íslands.

 

 

1.200.000 króna styrkur til verkefnisins Ljósmyndun á elstu gjörðabókum hreppa.

Þetta verkefni hófst á síðasta ári er 36 gjörðabækur voru ljósmyndaðar og birtar á skjalavef héraðsskjalasafnsins. Með þessum styrk verður hægt að halda áfram með verkefnið og taka næstu 36 bækur og birta þær með sama hætti á vefnum.

800.000 króna styrkur til verkefnisins Skönnun á sveitablöðum, tímabilið 1875-1959.

Héraðsskjalasafn Þingeyinga varðveitir yfir 65 mismunandi tegundir af sveitablöðum með um 700 tölublöðum. Útgáfa þessara sveitablaða spannar tímabilið 1875-1959. Flest þessara sveitarblaða eru handskrifuð en þau síðustu eru vélrituð. Með sveitarblöðum er átt við handskrifuð blöð sem innihéldu fjölbreytt efni sem ætlað var til almennrar birtingar og var látið berast manna á meðal eða var lesið upp á almennum fundum. Í þessum blöðum létu menn í ljós hugmyndir sínar um menn og málefni og ýmsum framfaramálum var fyrst hreyft þar. Oft urðu þar skemmtileg orðaskipti bæði í ljóðum og lausu máli. Sveitarblöðin byggðu einnig tilveru sína beinlínis á samfélaginu sem þau komu út í. Þau þrifust á persónulegum tengslum og almennri þátttöku viðtakenda sinna. Alls verða 335 sveitablöð ljósmynduð og birt á skjalavef héraðsskjalasafnsins á þessu ári.

 
«FyrstaFyrri123456NæstaSíðasta»

Síða 1 af 6
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
merki_125-125
Auglýsing