Forsíða

Starfsemi

Auglýsing

Sarpur

Auglýsing
Auglýsing
Farandsýning - Þetta vilja börnin sjá!
Miðvikudagur, 03. nóvember 2010 14:47

Þann 4.nóvember 2010 opnar sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum í sýningarrýminu á neðstu hæð Safnahússins. 

  

Sýningin "Þetta vilja börnin sjá!" er farandsýning sem ferðast milli fimm sýningarstaða á árinu 2010. Á sýningunni má sjá myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út árið 2009. Myndskreytingarnar kepptu um íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm.

  

 

         

Þáttakendur í sýningunni í ár voru: Arnheiður Borg, Áslaug Jónsdóttir, Björk Bjarkadóttir, Brian Pilkington, Bryndís Björgvinsdóttir, Bryndís Jenný Bjarnadóttir, Erla Sigurðardóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Halldór Baldursson, Helga Egilson, Jean Posocco, Jón Ólafur Gestsson, Karl J. Jónsson, Kristín Arngrímsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Phil Nibbelink, Ragnheiður Gestsdóttir, Robekka Art Studio, Rósa Matt, Sigríður Lillý Baldursdóttir, Sigrún Eldjárn, Sólveig Stefánsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir. 

 

Dómnefnd valdi eina bók og hlaut Ragnheiður Gestdóttir Dimmalimm verðlaunin fyrir bókina Ef ég væri söngvari. 

Í rökstuðningi sínum sagði dómnefndin m.a.: Það var langur vegur frá hugmynd að bók í þessu tilfelli. Fyrst dvaldi Ragnheiður lengi yfir lagavalinu. Þegar það lá fyrir hófst myndavinnan og ef fólk rýnir í myndirnar getur það bara ímyndað sér hvað hún hefur tekið langan tíma. Öll smáatriði eru klippt út í ótal gerðir af pappír sem hún safnar út um víðan völl og límir svo saman með nákvæmni skurðlæknis. Í miðjum klíðum við þessa bók var hætt að flytja inn límið sem hún notar helst - sem setti örlítið strik í reikninginn en það leystist að lokum farsællega.  Við þessa vinnu sækir

Ragnheiður ekki mikið í ritstjóra heldur mætti til útgefanda með fullunnið verk - 48 stórar opnumyndir þaktar smáatriðum.  

 

Ragnheiður gerir miklar kröfur til útlits bóka sinna og fylgir þeim í gegnum alla vinnslu. Þær Anna Cynthia Leplar, sem sá um umbrot bókarinnar, hafa unnið ótal bækur í gegnum tíðina og sitja gjarna saman yfir tölvunni þegar verið er að flytja texta eða mynd um millimetra upp eða niður og telja ekki klukkustundirnar í þeirri vinnu.

 

Þess má geta að dómnefnd var sammála um að hér væri á ferðinni einstaklega vel unnar myndskreytingar þar sem nostrað hefði verið við hvert smáatriði, kápumynd og prentverkið í heild sinni væri höfundi, útgáfu og prentsmiðju til sóma auk þess sem geisladiskur með lögum bókarinnar yki enn verðgildi hennar með skemmtilegum hætti."

 Sýningin stendur til áramóta og er opin virka daga frá 10:00 til 17:00 og er aðgangur ókeypis. 

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing