Forsíða Safnahúsið
Starfsemi í Safnahúsinu á Húsavík
Miðvikudagur, 28. apríl 2010 11:54

Safnahúsið á HúsavíkÍ Safnahúsinu á Húsavík er fer fram fjölbreytt safna- og sýningastarf.  Flestir leggja þangað leið sína til að heimsækja bókasafnið eða skoða sýningarnar í húsinu. Fastasýningarnar eru tvær, á miðhæð er sýningin Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum og á jarðhæð er glæsileg sjóminjasýning. Það er þó einungis hluti af starfseminni sem fram fer í húsinu sjáanleg við fyrstu skoðun. Þar er einnig finna Sýningin sem opnuð var sumarið 2010 er nýstárleg að því leiti að þar eru náttúruminjar og menningarminjar  settar saman á sýningu og áhersla lögð á að draga fram samspil manns og náttúru. Innan þeirrar sýningar má finna stóra sýningu sem lætur lítið yfir sér í fyrstu. Það er sýningin Saga samvinnuhreyfingarinnar, sem að mestu leiti byggir á gagnvirku efni. Barnaherbergi er einnig hluti af sýningunni Mannlíf og náttúra. Þar er leitast við að fanga heim álfa og trölla.

 

Á efstu hæð er listasalur og sýningarrými er einnig að finna á jarðhæð. Bókasafnið á Húsavík er starfrækt á jarðhæðinni.


Móttaka er á annarri hæð, þar taka starfsmenn Safnahússins á móti gestum.  Þar er einnig safnbúð, kaffisala og aðstaða til að tylla sér og slappa af.

 

Safnahúsið á Húsavík hýsir skrifstofur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og hin ýmsu söfn sem dags daglega eru aðeins að litlu leyti sjáanleg almennum gestum. Á efstu hæð er góð aðstaða fyrir þá sem vilja kynna sér heimildir í Héraðsskjalasafni Þingeyinga til að setjast niður og grúska.  En þar er að finna gríðarlegt magn heimilda í formi, ljósmynda, kvikmynda, talaðs máls og ritaðs texta.  

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing