Forsíða

Starfsemi

Auglýsing

Sarpur

Auglýsing
Auglýsing
Baðstofustundir
Miðvikudagur, 18. október 2017 13:10

Baðstofustundir

Menningarmiðstöð Þingeyinga hefur frá því í sumar staðið að viðburðadagskrá sem fékk nafnið Baðstofustundir. Það var nokkurs konar afsprengi Baðstofukvölda sem haldinn voru á síðasta ári. Baðstofustundirnar eru tónlistarviðburðir með þjóðlegum blæ þar sem notalegheit og samvera ræður ríkjum.  Í upphafi var ákveðið að halda hvern viðburð tvisvar sinnum, einu sinni í hvorri hinna gömlu sýslna norður og suður. Þórarinn Hjartarson reið á vaðið á Grenjaðarstað með dagskrá sinni Lög tímanna – óskalög frá Íslands þúsund árum. Fanney Snjólaugar Kristjánsdóttir og Helga Kvam voru því næst með dagskrá á Grenjaðarstað og á Snartarstöðum Þjóðlög með Fanneyju og Helgu. Þá var komið að nokkru stílbroti því kvæðamennirnir Gústaf og Örlygur kváðu rímur á Snartarstöðum og í Sauðaneshúsi. En eins og glöggir átta sig á eru þeir staðir báðir í Norðursýslunni hinni fornu. Enda stendur til að þeir félagar heimsæki suðurhlutann snemmvetrar. Vandræðaskáld – vega fólk stigu næst á stokk, fyrst á Raufarhöfn og var sá viðburður samstarf afmælishátíðar Hnitbjarga og Menningarmiðstöðvarinnar og síðan í Safnahúsinu á Húsavík. Á næstu viku verða haldnir 3 viðburðir og fer þá að líða að lokum þessarar skemmtilegu dagskrár. Fyrsta vetrardag flytur Þórarinn Hjartarson sína þjóðlegu dagskrá í Sauðaneshúsi kl. 21.

 

Heilsutríóið

 

Lokahnykkurinn í bili verða síðan tónleikar Heilsutríósins Þjóðlög þá og nú, hinir fyrri verða í Skjálftasetrinu á Kópaskeri þriðjudagskvöldið 24. október kl. 20:30 og seinni í Safnahúsinu á Húsavík miðvikudagskvöldið 25. október kl. 20:30. Miðaverði hefur verið stillt í hóf  en einungis kostar 1000 kr inn á þá viðburði sem framundan eru. Við vonum að sem flestir fái notið þessara góðu stunda.

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing