Forsíða Safnahúsið Ljósmyndasafn Um ljósmyndasafnið
Um ljósmyndasafnið
Miðvikudagur, 28. apríl 2010 10:42

Ljósmyndasafnið er hluti af byggðasafni Þingeyinga og er staðsett á efstu hæð Safnahússins að Stóragarði 17 á Húsavík.

Samtals eru milli 110 - 120 þúsund skráðar ljósmyndir í safninu.  Þar af eru um 90.000 myndir í ljósmyndahlutanum og tæplega 9.400 myndir í mannamyndahluta safnsins auk um 8.000 glerplötur..  Að auki eru fjölmargar myndir í vörslu safnsins sem enn á eftir að skrá í gagnagrunn. 

 

Á undanförnum árum hefur mikil vinna verið lögð í að skrá þær myndir sem hafa borist safninu í gagnagrunn. Margra ára grunnvinna er þó eftir en vinnu safn sem þetta lýkur raunar aldrei. Komandi kynslóðir kunna vonandi vel að meta þær dýrmætu myndir sem hér eru geymdar og nákvæmlega skráðar. Myndir af einstaklingum sem enginn kann deili á hafa fremur lítið gildi. Þess vvegna tekur þessi skráning sinn tíma þegar leita þarf upplýsinga um viðkomandi, þ.e. fæðingar- og dánardægur, störf, heimili og maka.

 

Umsjónarmaður: Snorri Guðjón Sigurðsson

Sími: 464 1860

Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing