Tuesday, 10 February 2015 10:59

Ljósmyndasafn Eiríks Þorbergssonar

 

Eiríkur Þorbergsson fæddist í Syðri-Tungu, Tjörneshreppi þann 22. febrúar 1867. Hann lést í Winnipeg, Kanada 11. júní 1949.

Eiríkur lærði trésmíðar um 1890 í Noregi: Hann lærði einnig ljósmyndun í Noregi fyrir 1897. Hann var vinnumaður í Garði í Aðaldal 1889. Lausamaður og snikkari í Syðri-Tungu 1891, lausamaður og snikkari á Jaðri á Húsavík 1892-1894, lausamaður og snikkari í Garðar á Húsavík 1895-1897, smiður á Jaðri á Húsavík 1898-1899. Stofnaði timburverkstæðið Fjalar á Húsavík 1904 í samvinnu við Jakob Hálfdánarson og Jón Baldvinsson og rak það til 1910.

Eiríkur var fyrst titlaður ljósmyndari í dómsmálabók 1897, en ein heimild getur hans sem ljósmyndara haustið 1896. Rak ljósmyndastofu á Húsavík í þar til gerðum myndaskúr um 1896-1906, en þá brann myndaskúrinn. Árið 1907 byggði Eiríkur myndaskúr og íbúðarhús, Kirkjubæ, úr timbri úr gömlu Húsavíkurkirkju. Myndaskúrinn var meðfram austur-langhlið hússins og þar rak hann ljósmyndastofuna til 1907. Hann sýndi einnig skuggamyndir og kvikmyndir. Rútur Jónsson mun einnig hafa gengist fyrir kvikmyndasýningum í myndaskúrnum. Skemmdir urðu á húsinu af völdum jarðskjálfta og eyðilagðist þá nokkuð af plötusafninu. Eiríkur mun hafa ferðast nokkuð um og tekið myndir. Frá 1907 til 1910 starfaði Eiríkur á ljósmyndastofunni hjá nýjum eigendum hennar. Fluttist til Vesturheims 1910. Trésmiður í Winnipeg 1910-1913. Ljósmyndari í Baldur í Argyloe-héraði í Kanada 1913-1916 og síðan eitthvað með örðum störfum. Póstafgreiðslumaður í Winnipeg lengst af eftir 1916. Bókavörður í íslenska bókasafninu í Winnipeg um árabil.

Plötu- og filmusafn: Elsti hluti plötusafnsins varð eldi að bráð 26. nóv. 1906 þegar ljósmyndaskúr Eiríks brann. Yngri hlutinn, þ.e. frá 1907 til 1910, er varðveittur í ljósmyndasfni Þingeyinga á Húsavík. Það erum um 1.750 plötur, þar á meðal töluvert af atburða- og staðamyndum. Á annað hundarð plötur voru í fórum Óla Páls Kristjánssonar ljósmyndara. Ekki er vitað hvað varð um þær.

Heimildir: Inga Lára Baldvinsdóttir 1956 Ljósmyndarar á Íslandi 1845-1945 = Photographers of Iceland 1845-1945 / Reykjavík : JPV : Þjóðminjasafn Íslands, 2001..

 
 
Banner
Banner
Banner
Banner