Tuesday, 10 February 2015 10:31

Ljósmyndasafn Ragnheiðar Bjarnadóttur

 

Ragnheiður Bjarnadóttir

 

Ljósmyndasafn Þingeyinga geymir ljósmyndasafn Ragnheiðar Bjarnadóttur. Safnið var afhent í mars árið 2008 og samanstendur af 6 ljósmyndaalbúmum með samtals 2.059 ljósmyndum. Ragn­heiður fædd­ist á Húsa­vík 20. des­em­ber 1912 og hún lést  á elli- og hjúkr­un­ar­heim­il­inu Grund á aðfanga­dags­kvöld 2012, 100 ára að aldri.

 

For­eldr­ar Ragn­heiðar voru Þór­dís Ásgeirs­dótt­ir, hús­freyja og hót­el­stjóri, og Bjarni Bene­dikts­son, kaupmaður og út­gerðarmaður á Húsa­vík. Þau eignuðust 15 börn og komust 13 til full­orðins­ára.

 

Ragn­heiður var í barna­skóla á Húsa­vík, stundaði nám í ljós­mynd­un hjá Eðvarði Sig­ur­geirs­syni, ljós­mynd­ara á Ak­ur­eyri, og fór til Kaup­manna­hafn­ar þar sem hún starfaði á sauma­stofu í eitt ár. Eft­ir að hún kom aft­ur heim, skömmu fyr­ir stríð, var hún bú­sett í Reykja­vík og starfaði þá hjá Versl­un­ar­manna­fé­lagi Reykja­vík­ur. Ragn­heiður tók öku­próf er hún hafði ald­ur til, fyrst kvenna í Þing­eyj­ar­sýslu, og vann um skeið við fyr­ir­tæki föður síns, Versl­un Bjarna Bene­dikts­son­ar á Húsa­vík. Eft­ir að Ragn­heiður gifti sig var hún hús­freyja á Ak­ur­eyri og þar bú­sett til árs­loka 1992 er hún flutti til Reykja­vík­ur. Ragn­heiður var mik­il hannyrðakona og liggja eft­ir hana skírn­ar­kjól­ar, barnaflík­ur, alt­ar­is­dúk­ar, jóla­dúk­ar, vegg­mynd­ir og sæng­ur­ver svo eitt­hvað sé nefnt. Þess­ir list­mun­ir voru oft sýnd­ir op­in­ber­lega.

 

Ragn­heiður gift­ist árið 1942 Arth­ur Guðmunds­syni, inn­kaupa­stjóra KEA, en hann lést 1982. Börn Ragn­heiðar og Arth­urs eru Guðmund­ur Garðar, Bjarni Bene­dikt og Þór­dís Guðrún, sem öll lifa móður sína.

 
 
Banner
Banner
Banner
Banner