Thursday, 12 February 2015 00:00

Ljósmyndasafn Arnar Friðrikssonar

 

Sr. Örn Friðriksson

 

Sr. Örn Friðriksson, fyrrverandi prestur Mývetninga og prófastur Þingeyinga, afhenti Ljósmyndasafni Þingeyinga ljósmyndasafn sitt í tveimur skömmtum 2014-2015. Í safninu eru rúmlega 1.000 myndir, bæði á pappír og á filmum. Flestar myndirnar eru teknar á Húsavík á árunum 1940-1954 en einnig eru nokkrar myndir í sveitunum í kringum Húsavík.


Sr. Örn Friðriksson fæddist í Kanada 27. júlí 1927, en fluttist til Íslands 6 ára gamall og ólst upp á Húsavík. Foreldrar hans voru sr. Friðrik A. Friðriksson og Gertrud Estrid Elise Friðriksson. Sr. Örn gerðist sálnahirðir Mývetninga og settist að á Skútustöðum 1954. Þar átti hann fjörutíu og þriggja ára farsælan starfsferil, og ekki einasta sem vel látinn prestur, heldur einnig mikilvirkur kórstjóri, píanóleikari og söngvaskáld.

Þann 13. febrúar 2015 var opnuð ljósmyndasýning á vef Menningarmiðstöðvarinnar með úrvali mynda úr safni hans. Á sýningunni eru samtals 174 ljósmyndir sem flestar eru teknar á Húsavík á tímabilinu 1940 - 1954. Einnig eru nokkrar myndir frá öðrum svæðum í Þingeyjarsýslu. Þrátt fyrir að hafa ekki numið ljósmyndun þá bera myndir hans vott um næmt auga fyrir því myndræna í hverdagslegum aðstæðum sem ekki allir koma auga á. Sýninguna má sjá hér "Vefsýning 2015".

 
 
Banner
Banner
Banner
Banner