Forsíða Safnahúsið Ljósmyndasafn Ljósmyndasafn - Jón Þor Haraldsson
Ljósmyndasafn - Jón Þor Haraldsson
Þriðjudagur, 11. febrúar 2014 00:00

Ljósmyndir úr fórum Jóns Þórs Haraldssonar

Jón Þór HaraldssonNýlega barst Ljósmyndasafni þingeyinga ljósmyndasafn Jóns Þórs Haraldssonar. Um er að ræða tæplega 900 myndir sem teknar eru á árunum 1959-1977.  Í safninu er að finna mikið af myndum frá starfsemi Laxárvirkjunar en líka af mannlífi í Aðaldal á þessum árum.

 

Jón Þór Haraldsson vélfræðingur var fæddur 15. janúar 1931 í Liltadal í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði. Hann lést 15. júní 1999. Kona Jóns var Jóna Þóra Guðríður Stefánsdóttir og eignuðust þau þrjú börn, Pétur, Jóna Gígja og Unnur Elísa.  Jón Þór var stöðvarstjóri Laxárvirkjunar frá 1959 til 1982. Hann var formaður prófnefndar vélvirkja á Húsavík 1964-1972 og byggingarnefndar Hafralækjarskóla í Aðaldal 1966-1981.

 

Húsin við Laxárvirkjun 1962 Við Laxárvirkjun 1968 Skólaskemmtun í Aðaldal 1965
 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing