Forsíða Útgáfa Árbók Þingeyinga
Árbók Þingeyinga
Miðvikudagur, 21. apríl 2010 11:04

Árbók Þingeyinga er útbreiddasta átthagarit á Íslandi og hefur verið gefið út á hverju ári síðan 1958. Í ritinu eru birtar fróðlegar og skemmtilegar greinar af margvíslegum toga, sögur, ljóð og annálar. Markmið Árbókarinnar er að fræða og skemmta ungum sem öldnum.  Árbók Þingeyinga er ómetanlega heimild um líf og störf fólks í Þingeyjarsýslum.

Jóhann Skaptason þáverandi sýslumaður Þingeyinga var upphafsmaður að útgáfu árbókarinnar. Þingeyjarsýslur báðar og Húsavíkurkaupstaður stóðu sameiginlega að útgáfu hennar.

 

"Framtíð [Árbókarinnar] er ykkur falin, Þingeyingar. Hún veltur á því, að þið veitið ritinu góðar viðtökur og blásið í það lífsanda áhuga og vitsmuna."

Húsavík, 21. febrúar 1959 - Jóhann Skaptason

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing