Forsíða Safnahúsið Fastasýningar Saga Samvinnuhreyfingarinnar
Saga Samvinnuhreyfingarinnar
Fimmtudagur, 03. maí 2012 14:24

Sýning um sögu Samvinnuhreyfingarinnar er nokkurs konar sýning í sýningunni. Sýningin byggir að mestu leyti á margmiðlunarefni og er sýningin í sérrými inn í sýningunni  „Mannlíf og náttúra. Kaupfélag Þingeyinga sem stofnað var 1882 var hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi.  Stofnfundur SÍS var síðan haldinn árið 1902 að Ystafelli í Köldukinn.  Því er óhætt að segja að í Þingeyjarsýslu sé að finna vöggu íslenskrar samvinnuhreyfingar. Umfjöllunarefni sýningarinnar er félagsmálastarf Þingeyinga, stofnun Kaupfélags Þingeyinga, stofnun SÍS og saga Sambands íslenskra samvinnufélaga.  Gestir sýningarinnar geta kynnt sér gríðarmikið magn heimilda í formi ritaðs máls, talaðs máls, ljósmynda og kvikmynda. Einnig hefur Þverárstofa verið sett upp á sýningunni.

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing