Forsíða MMÞ Myndlistarsafn
Myndlistarsafn Þingeyinga
Fimmtudagur, 03. maí 2012 10:21

Myndlistarsafn Þingeyinga

"Guðrún Jónsdóttir frá Haga" eftir Arngrím GíslasonStofndagur safnsins er 1. apríl 1978. Upphafið var að Sigurður Pétur Björnsson, útibússtjóri Landsbanka Íslands, sem hafði um árabil safnað máverkum gaf verk úr eigin eigu en fékk einnig Valtý Pétursson, Hring Jóhannesson, Jakob Hafstein, Jóhann Björnsson, Sigurð Hallmarsson og fleiri listamenn úr Þingeyjarsýslum til að gefa verk eftir sig. Þessar gjafir urðu stofninn að safninu.  Frá byrjun hefur megináhersla verið lögð á að safna myndum eftir Þingeyinga eða aðra þá er sérstök tengsl hafa við héraðið. En eftir því sem árin hafa liðið hefur söfnunin orðið almennari og eru verk í eigu safnsins nú um 1800 talsins eftir íslenska myndlistarmenn.

 

Safnið aflar nýrra verka með kaupum, móttöku á gjöfum og með sér fjársöfnun vegna ákveðinna verka.  Á vegum safnsins fara fram sýningar ár hvert, einkasýningar, samsýninga og sýningar frá Listasafni Íslands eða öðrum listasöfnum.

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing