Forsíða Publication Education Research Regional Historical Database
Sögugrunnur
Wednesday, 21 April 2010 11:02

Verkefnið "Þingeyskur sögugrunnur" er nýsköpunar- og þróunarverkefni sem unnið hefur verið að síðan um mitt ár 2004.  Verkefnið felur í sér söfnun og skáningu upplýsinga í landupplýsingakerfi.

Með þessu verkefni verður byggt upp heildstætt upplýsingakerfi um ýmis sagnfræðileg atriði og staðhætti í Þingeyjarsýslum. Þannig gefst kostur á að skrá þessi gögn á einum miðlægum stað og auðveldar það alla greiningu og birtingu upplýsinga. Leitast er við að kerfið uppfylli fræðilegar kröfur og geti þannig nýst við kennslu og rannsóknir á svæðinu.

Annar þáttur sem horft er til eru möguleikar kerfisins til að styðja við uppbyggingu á menningartengdri ferðaþjónustu þar sem í framtíðinni ætti að vera auðvelt að tengjast kerfinu með alls kyns þráðlausum búnaði s.s. lófatölvum, GPS tækjum og jafnvel GSM-símum. Eitt af höfuðmarkmiðum verkefnisins er að gera miðla sögu svæðisins út fyrir veggi Menningarmiðstöðvarinnar.

Ljóst er að möguleikarnir á þeim upplýsingum sem í þessu kerfi geta verið eru nær óendanlegir og verður framtíðin að leiða í ljós hvernig það mun þróast.  Mikil þekking hefur byggst upp innan Menningarmiðstöðvar Þingeyinga í tengslum við verkefnið og leitað hefur verið til stofnanna á svæðinu um aðkomu þeirra að verkefninu svo að nýta megi bæði þessa þekkingu og þann hugbúnað sem til staðar. 

Menningarmiðstöðin hefur komið að ýmsum verkefnum fyrir aðrar stofnanir við uppsetningu og greiningu upplýsinga í landupplýsingakerfi sínu.  Þar má nefna vinnu við stefnumótun ferðaþjónustunnar á Norðausturlandi, greiningu á vinnusóknarsvæðum fyrir Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og gerð kortasjár fyrir ferðaþjónustuaðila.

 

Kortasjá hefur verið hönnuð fyrir Þingeyska sögugrunninn og er hún aðgengileg hér en hún er einnig aðgengileg á sýningu sjóminjasafnsins.

 
 
Banner
Banner
Banner
Banner