Forsíða Safnahúsið Sérsýningar Að kvöldi réttardags
Að kvöldi réttardags
Miðvikudagur, 24. ágúst 2011 14:20

Þann 2. september var opnuð sýningin "Að kvöldi réttardags" í Safnahúsinu á Húsavík. Sýningin er 32. sýning í 50 sýninga röð á verkum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur.

 

Kindur

 


“Að kvöldi réttardags” er 32. sýningin í 50 sýninga röð á verkum Aðalheiðar.
Sýningarnar verða settar upp víða um heim á tímabilinu júní 2008 til júní
2013 undir yfirskriftinni "Réttardagur 50 sýninga röð". Tímabilið er á
milli fjörutíu og fimm ára og fimmtugs afmælis listakonunnar en tilefnið
er sá siður Aðalheiðar að standa fyrir sýningum á skemmtilegum tímamótum.
Útgangspunktur sýninganna er dagurinn þegar fé er safnað af fjalli, upphaf nýs
tímabils, menning og alsnægtir.

Í sýningarskrá stendur:

"Að kvöldi réttardags skapast tregablandin stemmning í réttinni, þar sem fjárhópur dvelur næturlangt.

Myrkrið grúfir yfir og skepnurnar bíða örlaga sinna.

Stöku bóndi kemur akandi og lýsir upp réttina með bílljósunum, skilur bílhurðina eftir opna og hlustar á gömlu gufuna.

Enn er verið að ferja féð heim á tún eða í hús.

Sýningin að kvöldi réttardags er tilraun til að fanga augnablik í réttinni og/eða fjárhúsinu eftir átök réttardagsins.

Að lokum sameinast hefðir og hugarburður á þvívíðum myndfleti." 


Menningarráð Eyþings

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing