Forsíða

Menu

Banner

Sarpur

Banner
Banner
Safnaverðlaunin 2022
Wednesday, 18 May 2022 18:36

Safnaverðlaunin 2022

Íslensku safnaverðlaunin eru veitt annað hvert ár og er ætlað að vekja athygli á því sem vel er gert á íslenskum söfnum. Þeim er jafnframt ætlað að efla faglegan metnað og vera hvatning til að kynna menningu þjóðarinnar á framsækinn og áhugaverðan hátt. Að Safnaverðlaununum standa Íslandsdeild ICOM og FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnamanna).

Safnahúsið á Húsavík hlaut þessi verðlaun 2012 fyrir nýja grunnsýningu sína "Mannlíf og náttúra - 100 ár í Þingeyjarsýslum".

Safnaverðlaun

Minjasafnið á Akureyri hlaut í dag, á alþjóðadegi safna, íslensku safnaverðlaunin. Minjasafnið á Akureyri er rótfast í eyfirsku samfélagi og hefur verið það frá stofnun árið 1962. Starfsemi þess er fagleg og fjölþætt. Það hefur sinnt söfnun og varðveislu menningarminja af mikilli alúð, með áherslu á söfnun ljósmynda sem er öflug samfélagslegstenging og samofin öllu starfi safnsins, einkum á síðustu áratugum.

Í mati dómnefndar segir: "Það er mat valnefndar að Minjasafnið á Akureyri haldi vel „lifandi“ tengslum milli svæðisbundins menningararfs og samtímans með vel skipulagðri starfsemi og hafi margsýnt hvers samfélagslega rekin minjasöfn eru megnug og mikilvæg þegar þau eru vel mönnuð og vel er haldið utan um þau. Áhersla á samfélagsleg gildi og samstarf við hina ýmsu ólíku hópa og aðila skipar Minjasafninu á Akureyri í hóp fremstu safna á Íslandi í dag."

Við óskum Minjasafninu til hamingju með verðskulduð verðlaun. Vel gert.

 
 
Banner
Banner
Banner
Banner