Forsíða

Menu

Banner

Sarpur

Banner
Banner
Laxárdeilan
Thursday, 27 January 2022 14:10

Laxárdeilan: Morgunroði náttúruverndar á Íslandi

Menningarmiðstöð Þingeyinga vill vekja athygli á því að rétt fyrir síðustu jól var sýningin Laxárdeilan: Morgunroði náttúruverndar á Íslandi opnuð.

Sýningin fjallar um Laxárdeiluna, skýrir atburðarásina í máli og myndum og sýnir frá baráttu fyrir verndun náttúrunnar. Hún fjallar um tengsl manns og náttúru og kemur þar sjálf Laxá við sögu.

Um sýningarstjórn sá Sigurlaug Dagsdóttir og var gerð sýningarinnar styrkt af Safnasjóði. Efni var unnin upp úr safnkosti Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.

Sýningin Laxárdeilan: Morgunroði náttúruverndar á Íslandi er staðsett á efstu hæð Safnahússins á Húsavík. Hægt er að njóta hennar á opnunartíma Safnahússins sem er virka daga frá 10 til 17 og laugardaga frá 10 til 15. Sýningin mun standa til sumarloka 2022.

Formleg sýningaropnun hefur enn ekki verið haldin sökum aðstæðna í samfélaginu, en verður auglýst síðar og þegar aðstæður leyfa.

 
 
Banner
Banner
Banner
Banner