Forsíða

Starfsemi

Auglýsing

Sarpur

Auglýsing
Auglýsing
Myndlistasýning
Þriðjudagur, 20. apríl 2010 15:35

Á efstu hæð Safnahússins á Húsavík er sýningarsalur þar sem reglulega eru settar upp myndlistasýningar með verkum úr myndlistasafninu. 

Þess á milli eru settar upp ýmsar tímabundnar listaverkasýningar bæði samsýningar og einkasýningar.

 


 

Á tímabilinu 9.-23.október 2010 mun listamaðurinn Kolbrún Bylgja Brá Magnúsdóttir sýna verk sín í sýningarsalnum í Safnahúsinu.

 

 

Kolbrún Bylgja Brá er fædd á Bíldudal 1961. Bylgja er sjálfmenntaður myndlistarmaður og hefur markvisst unnið að listsköpun frá árinu 1995. Flestar myndirnar eru unnar í þurrpastel og olíukrít. Bylgja hefur sýnt víða og verið virkur þáttakandi í List án landamæra. Sýningin verður opin virka daga kl. 10-16 og kl. 14-16 um helgar.

 

         

    

 


Á tímabilinu 21. - 29.ágúst 2010 mun listamaðurinn Þorri Hringsson sýna málverk í sýningarsalnum í Safnahúsinu.

 

          

    

 

Myndirnar á sýningunni eru allar unnar í sumar á vinnustofu Þorra í Haga í Aðaldal.

 


Á tímabilinu 12.júní - 12.ágúst 2010 mun listamaðurinn Joris Rademaker sýna málverk og skúlptúra í sýningarsalnum.

Úr sýningarskrá:

"Matur er mannsins megin

 

Kartöflumálverk Jorisar Rademaker byggja á því að raða ósoðnum kartöflum á strigann og mála í kringum þær. Kartöflurnar eru skornar í sundur og þannig næst fram hið einfalda en þó óendanlega fjölbreytta form þeirra. Kartöflurnar hópa sig saman á ýmsa vegu, stundum með þéttan hnapp í miðju, eins og hrúga sem er hálfhrunin, stundum þéttari á jörðunum, líkt og þær hafi lagt á flótta undan ógnvænlegri miðju. Á öðrum myndum raða kartöflurnar sér upp eins reglulega og þeim er unnt og gæta jafnvægis í stærð og hlutföllum. Það er kannski hvað mest í þessum myndum sem fjölbreytileiki jarðeplisins er dreginn fram, hversu sakleysisleg sem kartaflan reynir að vera í félagsskap sinna líka þá verður umsvifalaust ljóst að hún er útsendari óreiðunnar, jafnvel komin að því að takast á loft og springa. Tilfinningin fyrir hreyfingu byggir frekar á innri orku hennar en ytra forminu, þó vissulega skipti það máli líka."

 Stutt heimildarmynd um Joris og kartöfluverk hans

         

 

 

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing