Forsíða Sjóminjasýning

Starfsemi

Auglýsing

Sarpur

Auglýsing
Auglýsing
Sjóminjasýning
Þriðjudagur, 20. apríl 2010 15:34

Í Safnahúsinu á Húsavík er fastasýning sjóminjasafnsins en hún var opnuð í apríl 2002.  Sýningin er einkar glæsileg og gefur glögga mynd af þróun útgerðar og bátasmíði í Þingeyjarsýslum allt frá árabátaöldinni fram til vélbátaútgerðar.

Á sýningunni má sjá fjölda báta sem margir hverjir voru smíðaðir á Húsavík. Þar er einnig Hrafninn, teinæringur sem Norðmenn gáfu til Húsavíkur 1974 í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Einnig eru til sýnis fjöldi veiðarfæra, tækja og tóla sem notuð voru við fiskveiðar svo og sel- og hákarlaveiði.

Sýningin varpar einnig ljósi á mikilvægi hafsins fyrir þróun byggðar á svæðinu, ekki einungis vegna fiskveiða heldur einnig vegna selveiði, sjófuglanytja, rekanytja og annarra auðlinda tengt hafinu og ströndinni.

Í sýningarsalnum er lítill kvikmyndasalur þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir sem fjalla um strandmenningu og sjómennsku.

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing