Forsíða Safnahúsið Sérsýningar Myndlistarsýning - Ragna Hermansdóttir
Myndlistarsýning - Ragna Hermansdóttir
Þriðjudagur, 15. febrúar 2011 08:57

Þann 11.febrúar opnaði ný sýning í sýningarsalnum á efstu hæð Safnahússins. Sýnd eru verk úr myndlistarsafni Safnahússins eftir Rögnu Hermannsdóttur. Um 50 manns mættu á opnunina og nutu léttra veitinga um leið og verk Rögnu voru skoðuð.

 

Frá opnuninni. Ljósmynd: Jóhannes Sigurjónsson

 

Sýningin verður opin alla virka daga 10:00-16:00.

 

Um listamanninn:

Ragna Hermannsdóttir

Í júní 2008 færði Jón Aðalsteinn Hermannsson frá Hlíðskógum í Bárðardal Safnahúsinu nokkur hundruð verk eftir systur sína, Rögnu Hermannsdóttur, sem hún ánafnaði Safnahúsinu. Verkin eru af margvíslegum toga s.s. ljósmyndir, tölvumyndir, málverk silkiprent, bókverk og tréristur.

3 leaves     Madonna     Garðveislan 2/3

 

Listamannsferill Rögnu er óvenjulegur. Ragna lærði ljósmyndun í bandarískum bréfaskóla. Hún útskrifaðist úr öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1980, þá 56 ára gömul, með myndlist sem valfag. Eftir það lá leið hennar í Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og þaðan í ljósmyndaskóla í Bandaríkjunum. Þegar Ragna var sextug settist hún á skólabekk hjá Ríkisakademíunni í Amsterdam og vann þar einkum með tréristur.

 

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing