Forsíða Grenjaðarstaður Um Grenjaðarstað
Grenjaðarstaður
Þriðjudagur, 20. apríl 2010 15:30

Grenjaðarstaður í Aðaldal

Grenjaðarstaður er glæsilegur torfbær í Aðaldal.  Jörðin er landnámsjörð og fornt höfuðból, kirkjustaður og prestssetur, og þar var áður starfrækt pósthús.  Grenjaðarstaður þótti á sinni tíð mestur og reisulegastur allra bæja í héraðinu, enda um 775 m2 að stærð, einn stærsti torfbær landsins.  Elsti hluti hans var reistur árið 1865 en búið var í bænum til 1949.

 

Árið 1958 var hann opnaður sem byggðasafn með á annað þúsund gripa sem fólk hafði gefið í safnið.  Það er einstök upplifun að ganga um bæinn og ímynda sér hvernig fólk lifði þar, bæði fyrir börn og fullorðna.

Sumarið 2010 var opnuð lítil sýning um pósthúsið í bænum og í Hlöðuloftinu (þjónustuhúsinu) má fræðast um þróun torfbæjarins í máli og myndum.  Þar er góð aðstaða til að borða nestið sitt og þiggja kaffi og te sem boðið er uppá.

 

 

Vakin er athygli á að aðgengi fyrir fólk í hjólastólum er ekki gott.

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing