Forsíða Forsíða Sýningar framundan Myndlistarsýning - Ragna Hermannsdóttir
Miðvikudagur, 26. janúar 2011 12:51

4 fuglarÞann 11.febrúar verður opnuð ný myndlistarsýning í sýningarsalnum á efstu hæð Safnahússins. Sýnd verða verk úr myndlistarsafni Safnahússins eftir Rögnu Hermannsdóttur. Verk Rögnu hafa einu sinni áður verið sýnd í Safnahúsinu. Það var árið 1985 þegar hún var ennþá í námi í Hollandi. Þá sýndu hún tréristur.

Sýningin verður opin alla virka daga 10:00-16:00.

 

 

 

 

Ragna Hermannsdóttir (1924). Listamannsferill Rögnu er óvenjulegur. Ragna lærði ljósmyndun í bandarískum bréfaskóla. Hún útskrifaðist úr öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1980, þá 56 ára gömul, með myndlist sem valfag. Eftir það lá leið hennar í Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og þaðan í ljósmyndaskóla í Bandaríkjunum. Þegar Ragna var sextug settist hún á skólabekk hjá Ríkisakademíunni í Amsterdam og vann þar einkum með tréristur.

3 leaves     Madonna     Garðveislan 2/3

 

Í júní 2008 færði Jón Aðalsteinn Hermannsson frá Hlíðskógum í Bárðardal Safnahúsinu nokkur hundruð verk eftir systur sína, Rögnu Hermannsdóttur, sem hún ánafnaði Safnahúsinu. Verkin eru af margvíslegum toga s.s. ljósmyndir, tölvumyndir, málverk silkiprent, bókverk og tréristur.

 Undiralda    

 

 
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing