Forsíða
Fréttir
Föstudagur, 07. apríl 2017 10:07

Vel er mætt til vinafunda

Sýning á ljósmyndum séra Arnar í Skjólbrekku um páska 2017.

Örn Friðriksson

Félags- og menningarmálanefnd Skútustaðahrepps í samvinnu við Menningarfélagið Gjallanda, Ljósmyndasafn Þingeyinga og með góðfúslegu leyfi aðstandenda stendur fyrir ljósmyndasýningu á gömlum ljósmyndum sem séra Örn Friðriksson tók í sveitinni í gamla og eldgamla daga. Starfsmenn Safnahússins hafa valið úr ljósmyndir sem verður varpað upp á tjald. Á þessari sýningu eru einkum myndir af fólki úr sveitinni og eitthvað  verður af öðrum merkismyndum í bland. Ljósmyndasafn séra Arnar er varðveitt á Ljósmyndasafni Þingeyinga í Safnahúsinu á Húsavík þar sem nýlokið er við að skanna safnið og tölvuskrá.

Dagskráin verður í Félagsheimilinu Skjólbrekku laugardaginn 15. apríl og hefst klukkan 15:00 stundvíslega.

Það verður heitt á könnunni og Kvenfélag Mývatnssveitar sér um smá meðlæti. Ungmennafélagsandinn mun svífa yfir og allt um kring og það má grípa glímutök eða jafnvel bresta í söng. Gestum í sal gefst kostur á gagnkvæmu spjalli og spurningum til þeirra sem stjórna myndasýningunni. Að lokinni dagskrá er velkomið að sitja áfram um stund því maður er jú manns gaman.

Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, ekki verður posi á staðnum.

Þetta er upplagt tækifæri til að hittast og rifja upp liðna tíð og eiga stund með frændfólki og sveitungum.

Munið að taka daginn frá.

Sjáumst glöð og hress!

Undirbúningsnefndin

 
Fimmtudagur, 06. apríl 2017 00:00

Myndlistarsýning barnanna - síðasti sýningardagur

 

 

Laugardaginn 8. apríl verður Safnahúsið opið frá 11 til 13. Það er síðasti sýningardagur Mynlistarsýningu barnanna sem er samstarfsverkefni Grænuvalla og Safnahússins. Á sýningunni er úrval mynd úr Myndlistarsafni Þingeyinga, listaverk barna á Árholti og myndir frá vinnuferlinu við sýninguna.

Afmælissýning ASÍ er á jarðhæð, mjög áhugaverð og fræðandi ljósmyndasýning. Hún stendur til 12. apríl.

Frítt inn á sérsýningar - heitt á könnunni.

 
Miðvikudagur, 08. mars 2017 13:58

Máfahátíð á Húsavík 9.-10. mars 2017

Máfahátíð

 
Þriðjudagur, 07. mars 2017 00:00

Vinnandi fólk - ASÍ í 100 ár

Á jarðhæð Safnahússins stendur nú yfir sýningin "Vinnandi fólk - ASÍ í 100 ár". Á sýningunni, sem er lánssýning frá Þjóðminjasafni Íslands, eru ljósmyndir sem veita innýn í starfsmei Alþýðusambandsins sem fagnaði 100 ára afmæli sínu á síðasta ári.

ASÍ

Ljósmyndirnar segja sögu þess fólks sem myndaði hreyfinguna og vakin er athygli á kjörum þess og kjarabaráttu, aðbúnaði á vinnustöðum og vinnuumhverfi. Sjónum er beint að vinnutíma verkafólks, vinnu barna og jafnrétti karla og kvenna. Þá er brugðið upp myndum af frístundum verkafólks, húsnæði sem því stóð til boða og hvernig félagsleg þjónusta efldist smám saman.

Á sýningunni birtast margir fulltrúar þeirra ólíku hópa sem byggðu upp verkalýðshreyfinguna.

Þá er veitt innsýn í samfélag sem tók örum breytingum; frá því að vera að mestu leyti í framleiðslu á hráefni og matvælum til meiri verkaskiptingar og fjölbreyttari atvinnuhátta.

Texta-og sýningarhöfundur er Sumarliði R. Ísleifsson, sýningarstjóri Sigurlaug Jóna Hannesdóttir.

Ljósmyndir, skjöl og kvikmyndir á sýningunni eru úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni en auk þess frá Minjasafninu á Akureyri, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Kvikmyndasafni Íslands, Þjóðskjalasafni Íslands, Ljósmyndasafni Siglufjarðar, Ljósmyndasafninu á Ísafirði og Ljósmyndasafni Vestmannaeyja.

Sýningin byggir á Sögu Alþýðusambands Íslands eftir Sumarliða Ísleifsson sagnfræðing sem einnig er höfundur sýningatexta.

Sýningin er opin alla virka daga frá 10-17 og er aðgangur ókeypis

 
«FyrstaFyrri11121314151617181920NæstaSíðasta»

Síða 20 af 69
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing