Forsíða
Fréttir
Föstudagur, 17. febrúar 2017 12:48

Safnahúsið lokað.

Safnahúsið verður lokað mánudaginn 20. febrúar vegna sumarleyfa.

 
Fimmtudagur, 26. janúar 2017 13:24

Greiningarsýning á ljósmyndum

Greiningarsýning á ljósmyndum úr ljósmyndasafni Þingeyinga verður opnuð föstudaginn 3. febrúar. Um 120 ljósmyndir eru á sýningunni og vantar okkur hjálp við að greina fólk, hús og viðburði á myndunum. Sýningin verður opin alla virka daga frá 10-16 á tímabilinu 3. - 23. febrúar. Sýningin verður staðsett á jarðhæð Safnahússins og er aðgangur ókeypis.

 
Miðvikudagur, 21. desember 2016 15:39

Jólakort MMÞ 2016

Jólakort MMÞ 2016

 

Á Þorláksmessu verður Menningarmiðstöð Þingeyinga lokuð.

 
Þriðjudagur, 06. desember 2016 14:01

Ljósmyndasafn sr. Arnar Friðrikssonar

Sr. Örn Friðriksson, fyrrverandi prestur Mývetninga og prófastur Þingeyinga, afhenti Ljósmyndasafni Þingeyinga hluta af ljósmyndasafni sínu árið 2014, samtals 1.459 myndir, bæði á pappír og á filmum. Flestar myndirnar eru teknar á Húsavík á árunum 1940-1954 en einnig eru nokkrar myndir teknar í sveitunum í kringum Húsavík.


Í nóvember 2016 afhentu afkomendur sr. Arnar Ljósmyndasafninu myndir sem hann tók í Mývatnssveit á tímabilinu 1954-2000. Á næstu misserum verða myndirnar skannaðar og komið fyrir í sýrufríum umbúðum auk þess sem þær verða skráðar í gagnagrunn Ljósmyndasafnsins. Þrátt fyrir að sr. Örn hafi ekki numið ljósmyndun bera myndir hans vott um næmt auga fyrir því myndræna í hverdagslegum aðstæðum sem ekki allir koma auga á.

Sr. Örn Friðriksson fæddist í Kanada 27. júlí 1927 en fluttist til Íslands sex ára gamall og ólst upp á Húsavík. Foreldrar hans voru sr. Friðrik A. Friðriksson og Gertrud Estrid Elise Friðriksson. Sr. Örn gerðist sálnahirðir Mývetninga og settist að á Skútustöðum árið 1954. Þar starfaði hann í 43 farsæl ár.  Hann átti ekki aðeins láni að fagna í starfi sem prestur heldur var hann einnig mikilvirkur kórstjóri, píanóleikari og söngvaskáld. Sr. Örn Friðriksson lést þann 9. júní 2016.

 
«FyrstaFyrri11121314151617181920NæstaSíðasta»

Síða 18 af 66
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing