Forsíða
Fréttir
Fimmtudagur, 26. janúar 2017 13:24

Greiningarsýning á ljósmyndum

Greiningarsýning á ljósmyndum úr ljósmyndasafni Þingeyinga verður opnuð föstudaginn 3. febrúar. Um 120 ljósmyndir eru á sýningunni og vantar okkur hjálp við að greina fólk, hús og viðburði á myndunum. Sýningin verður opin alla virka daga frá 10-16 á tímabilinu 3. - 23. febrúar. Sýningin verður staðsett á jarðhæð Safnahússins og er aðgangur ókeypis.

 
Miðvikudagur, 21. desember 2016 15:39

Jólakort MMÞ 2016

Jólakort MMÞ 2016

 

Á Þorláksmessu verður Menningarmiðstöð Þingeyinga lokuð.

 
Þriðjudagur, 06. desember 2016 14:01

Ljósmyndasafn sr. Arnar Friðrikssonar

Sr. Örn Friðriksson, fyrrverandi prestur Mývetninga og prófastur Þingeyinga, afhenti Ljósmyndasafni Þingeyinga hluta af ljósmyndasafni sínu árið 2014, samtals 1.459 myndir, bæði á pappír og á filmum. Flestar myndirnar eru teknar á Húsavík á árunum 1940-1954 en einnig eru nokkrar myndir teknar í sveitunum í kringum Húsavík.


Í nóvember 2016 afhentu afkomendur sr. Arnar Ljósmyndasafninu myndir sem hann tók í Mývatnssveit á tímabilinu 1954-2000. Á næstu misserum verða myndirnar skannaðar og komið fyrir í sýrufríum umbúðum auk þess sem þær verða skráðar í gagnagrunn Ljósmyndasafnsins. Þrátt fyrir að sr. Örn hafi ekki numið ljósmyndun bera myndir hans vott um næmt auga fyrir því myndræna í hverdagslegum aðstæðum sem ekki allir koma auga á.

Sr. Örn Friðriksson fæddist í Kanada 27. júlí 1927 en fluttist til Íslands sex ára gamall og ólst upp á Húsavík. Foreldrar hans voru sr. Friðrik A. Friðriksson og Gertrud Estrid Elise Friðriksson. Sr. Örn gerðist sálnahirðir Mývetninga og settist að á Skútustöðum árið 1954. Þar starfaði hann í 43 farsæl ár.  Hann átti ekki aðeins láni að fagna í starfi sem prestur heldur var hann einnig mikilvirkur kórstjóri, píanóleikari og söngvaskáld. Sr. Örn Friðriksson lést þann 9. júní 2016.

 
Fimmtudagur, 01. desember 2016 13:01

Árbók Þingeyinga 2015

Árbók Þingeyinga 2015

Árbók Þingeyinga 2015 er komin út.  Efni hennar helgast að miklu leyti af því að árið 2015 voru liðin 100 ár frá því að íslenskar konur fengu kosningarrétt.  Ritnefnd ákvað að á þessum merku tímamótum væri ástæða til að horfa til hlutar kvenna í Árbók Þingeyinga sem því miður hefur verið heldur rýr.  Lögð var áhersla á að konur skrifuðu um konur.  Aðeins var hnikað frá þessu markmiði í tveimur hlutum bókarinnar; annars vegar í flokki annála og hins vegar í flokki eftirmæla um látna Þingeyinga.  Það er ósk allra, sem að Árbókinni standa, að bókin í ár verði hvatning til kvenna til að nýta þann vettvang sem Árbókin er til að miðla og varðveita þingeyskan menningararf.

 
«FyrstaFyrri11121314151617181920NæstaSíðasta»

Síða 17 af 65
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing